Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Snærós Sindradóttir skrifar 3. júní 2017 06:00 Ástráður telur að ráðherra hafi farið á svig við fjölda lagareglna. vísir/anton brink „Ég segi, ef lögfræðingar eru ekki tilbúnir til að standa upp til varnar réttarríkinu, hver á þá að gera það?“ spyr Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður. Ástráður er álitinn á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um jafn mörg dómarastörf í Landsrétti, af dómnefnd um hæfi umsækjenda, en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tók ákvörðun um að skipta Ástráði og þremur öðrum á listanum út fyrir fólk sem ekki var metið jafn hæft. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar á fimmtudag. Ástráður hefur ákveðið að höfða mál gegn dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu og vinnur nú að því að ganga frá ráðningu lögmanns. Hann kemur til með að fara fram á flýtimeðferð í málinu. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta mun taka á. Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu. Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. Hart var deilt um málið á þingi áður en til samþykktar tillögu Sigríðar kom. Ástráður hafði ekki trú á því að ákvörðun Sigríðar yrði snúið við í meðförum Alþingis. „Þegar endanleg niðurstaða dómnefndarinnar lá fyrir þá gerði ég ráð fyrir að málinu væri lokið. Auðvitað vissi ég hvaða reglur giltu og mér var ljóst að það ætti eftir að koma tillaga frá ráðherra sem þyrfti að fara fyrir þingið en ég gerði ekki ráð fyrir því að sú tillaga yrði nokkuð annað en niðurstaðan sem dómnefndin hafði komist að.“ Brot á jafnréttislögum Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður segir að í raun hafi jafnréttislög verið brotin í málinu, ef kynjasjónarmið voru látin ráða ferðinni. Það er óumdeild regla íslensks stjórnsýsluréttar að ráðherrann er bundinn af því að skipa í embætti þann umsækjanda sem er hæfastur til að gegna embættinu. Við höfum í íslenskum lögum reglur í jafnréttislögum sem gera ráð fyrir að við tilteknar aðstæður sé hægt að taka tillit til kynjasjónarmiða við mat á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga, ef á einhverju starfsviði eru miklu fleiri af öðru kyninu. Sú staða kemur einfaldlega ekki upp í þessu máli. Dómnefndin gaf öllum umsækjendum einkunn eftir hæfi, sem byggð var á reynslu í lögmennsku, dómstörfum, stjórnsýslustörfum og reynslu af fræðistörfum og menntun. „Auðvitað er það þannig að á árinu 2017 finnst okkur öllum að það sé eðlilegt að sem mest jafnvægi á milli kynjanna sé í dómstól eins og Landsrétti. Ég skal ekki fullyrða að það hefði ekki hugsanlega verið hægt með lögum að ákveða fyrirfram um einhvers konar kvóta, þó mér sé það til efs vegna þessarar mikilvægu grundvallarreglu um að velja skuli hæfasta umsækjandann. Það er ekki bara almenn stjórnsýsluregla heldur mikilvægur þáttur í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig að ef staðan er sú að dómsmálaráðherra hefur af virðingu við jafnréttissjónarmið ákveðið að fjölga konum og taka karla út þá er það brot á jafnréttislögum. Ef umsækjandi sem er síður hæfur er tekinn fram fyrir umsækjanda sem er hæfari vegna kynferðis þá er það brot á málefnalegri stjórnsýslu.“ Ástráður var einn af stofnendum Röskvu og er stoltur vinstri maður.VÍSIR/ANTON BRINK Pólitík í spilunum Leiddar hafa verið líkur að því að pólitík hafi verið í spilunum við ákvörðun ráðherrans. Eiríkur Jónsson, sem metinn var sjöundi hæfastur af umsækjendum en tekinn út, var varaþingmaður Samfylkingarinnar fyrir um áratug. Ástráður segist ekki hafa hugmynd um hvað hafi vakað fyrir ráðherranum. „Ég var einn af stofnendum Röskvu og var í Alþýðubandalaginu um árabil en ég hef engin afskipti haft af stjórnmálum í meira en tuttugu ár. Ég hef auðvitað komið að alls konar málum og haft skoðanir á opinberum vettvangi varðandi dómsmál sem pólitískur ágreiningur hefur ríkt um. Það leikur enginn vafi á því og það gengur enginn að því gruflandi að ég er vinstrimaður. Enda er ég stoltur af því og hef aldrei leynt því.“ Ástráður hefur meðal annars rekið mál er varða lögmæti þess að banna verkföll og deilt við stjórnvöld um embættisveitingar og frávikningar úr embættum. „Mál sem hafa út af fyrir sig gefið mönnum fullt af tækifærum til að álykta um afstöðu mína í þjóðfélagsmálum, sem ég endurtek að er ekkert leyndarmál. En að ráðherra hafi á einhvern hátt horft til þess í vali sínu þykir mér ákaflega ótrúlegt enda er það kolólöglegt.“ Reglur brotnar Í 12. grein laga um dómstóla segir: „Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið.“ Ástráður segir að síðari hluti ákvæðisins segi ekkert um að skipa megi einstaklinga sem dómnefndin metur ekki hæfasta. „Ráðherra hefur, að því er virðist, kosið að leggja það þannig upp að þetta hafi gefið henni aukið svigrúm til að velja úr hópi hæfra umsækjenda en það er rangt. Það var aldrei verið að taka úr gildi regluna um að það bæri að velja hæfasta umsækjandann, hún er alltaf í gildi. Það var heldur ekki verið að taka úr gildi regluna um að ráðherra væri óheimilt að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefði ekki talið hæfasta umsækjandann. Þetta er slysavarnarákvæði sem er ætlað að tryggja að ráðherrann hafi svigrúm til að bregðast við ef til dæmis dómnefndin gerir villu. Ef eitthvað fer úrskeiðis. En nú er það svo að ráðherra hefur margítrekað tekið það fram að hún telur alls ekki að dómnefndin hafi gert villu. Ef hún vildi velja nýja umsækjendur í stað hinna þá varð hún að gera það á grundvelli þess að þeir væru hæfari en það gerir hún ekki. Þá hefur verið gagnrýnt að dómnefnd um hæfi umsækjenda lagði einungis til fimmtán umsækjendur, akkúrat jafn marga og skipa átti. „Þetta er útúrsnúningur. Dómnefndin reynir að starfa í samræmi við þær reglur sem henni voru settar. Þær voru settar árið 2010 og hafa staðið síðan. Dómnefndin býr til stigagjafarkerfi og svo vinnur hún eftir því kerfi. Það er augljóst að það eru þúsund umdeilanlegar ákvarðanir sem nefndin tekur við ákvarðanir einstaka matsþátta, en hún gerir þetta svona, og þá kemur út tiltekin röð. Ef hún hefði komist að þeirri niðurstöðu að einhverjir 20 væru hæfastir þá hefði dómnefndin hugsanlega getað horft upp á það í framhaldinu að þeim, sem voru númer eitt, tvö, þrjú og fjögur, hefði verið hent út en þeim sem voru númer tuttugu, nítján, átján og svo framvegis settir inn. Sem hefði verið frekar einkennileg niðurstaða, ekki satt?“ Traust Landsréttar laskað „Þessi umgjörð um ferlið hefur orðið til á síðustu tíu til fimmtán árum. Við höfðum reynslu af því að verið væri að skipa dómara í tilvikum sem menn töldu umdeilanleg. Og jafnvel að stundum hafi embættisvaldi verið misbeitt. Það eru til aðrar aðferðir. Í Bandaríkjunum eru fyrir opnum tjöldum valdir dómarar í Hæstarétt á grundvelli pólitískra sjónarmiða. En það er kerfi sem við höfum ekki viljað hafa og hefur ekki tíðkast á Íslandi fram að þessu,“ segir Ástráður. „Í öllu falli var það þannig að leikreglurnar voru búnar til fyrirfram og það störfuðu allir á grundvelli þeirra og niðurstaðan varð til á grundvelli þess, alveg þar til dómsmálaráðherra ákvað að svindla á kerfinu.“ Ástráður bendir á að millidómstigið, sem verður til með Landsrétti, sé búið að vera draumur margra lögfræðinga um langt árabil. „Stofnun Landsréttar er alveg afar mikilvægur gerningur. Það hvernig menn hafa staðið að undirbúningi þess og hvernig fyrri dómsmálaráðherrar, ekki bara einn heldur að minnsta kosti tveir eða þrír, hafa staðið að því máli í þverpólitísku samstarfi hefur verið til fyrirmyndar. Ég veit að lögfræðingar margir hafa bundið vonir við að Landsréttur geti orðið endurnýjandi afl í íslensku dómskerfi, ekki bara fyrir það dómstig sem hann verður, heldur geti haft víðtæk áhrif til endurnýjunar og nútímavæðingar annarra dómstiga. En þessi embættisfærsla dómsmálaráðherrans er ekki til þess fallin að stuðla að þessu markmiði og ég óttast að þetta mál geti dregið dilk á eftir sér og geti hugsanlega haft langvarandi áhrif á starfsanda innan Landsréttar, traust almennings til dómstólanna og það er augljóst að það hefur spillt því fallega ferli sem þetta mál hefur lengi verið í. Ég lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli. Ég tel að ég væri að misvirða hlutverk mitt og skyldur mínar gagnvart réttarríkinu ef ég gerði það ekki.“ Dómsmálaráðherra í persónulegri ábyrgð Árið 2011 féll í Hæstarétti dómur þar sem Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, og ríkissjóður hlutu dóm fyrir að ganga fram hjá Guðmundi Kristjánssyni við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands eystra árið 2007. Frægt er að Árni skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar stjórnmálamanns, í stöðuna þrátt fyrir að þrír umsækjendur hefðu verið hæfari en Þorsteinn. Dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir þetta mál. „Í dómnum gegn Árna Mathiesen, sem er rarítet í íslenskri réttarsögu, er niðurstaða Hæstaréttar sú að dómsmálaráðherra hafi brotið lög og sé persónulega ábyrgur fyrir því, fjárbótaskyldur raunar, sem er algjört einsdæmi. Ég taldi það á sínum tíma orka tvímælis og lýsti þeirri skoðun minni opinberlega,“ segir Ástráður. „Aðstæður nú eru mjög sambærilegar. Þegar embættisveitingin var afráðin í málinu sem seinna varð að dómsmálinu gegn Árna Mathiesen, þá var álit dómnefndarinnar ekki bindandi fyrir dómsmálaráðherrann heldur ráðgefandi. Eftir það var lögunum breytt þannig að álit dómnefndarinnar varð bindandi fyrir dómsmálaráðherra og er það enn. Ég tel að reglur sem voru brotnar í Árna Mathiesen málinu séu enn skýrar brotnar í málinu nú.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég segi, ef lögfræðingar eru ekki tilbúnir til að standa upp til varnar réttarríkinu, hver á þá að gera það?“ spyr Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður. Ástráður er álitinn á meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um jafn mörg dómarastörf í Landsrétti, af dómnefnd um hæfi umsækjenda, en Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra tók ákvörðun um að skipta Ástráði og þremur öðrum á listanum út fyrir fólk sem ekki var metið jafn hæft. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar á fimmtudag. Ástráður hefur ákveðið að höfða mál gegn dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu og vinnur nú að því að ganga frá ráðningu lögmanns. Hann kemur til með að fara fram á flýtimeðferð í málinu. „Ég geri mér grein fyrir því að þetta mun taka á. Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu. Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. Hart var deilt um málið á þingi áður en til samþykktar tillögu Sigríðar kom. Ástráður hafði ekki trú á því að ákvörðun Sigríðar yrði snúið við í meðförum Alþingis. „Þegar endanleg niðurstaða dómnefndarinnar lá fyrir þá gerði ég ráð fyrir að málinu væri lokið. Auðvitað vissi ég hvaða reglur giltu og mér var ljóst að það ætti eftir að koma tillaga frá ráðherra sem þyrfti að fara fyrir þingið en ég gerði ekki ráð fyrir því að sú tillaga yrði nokkuð annað en niðurstaðan sem dómnefndin hafði komist að.“ Brot á jafnréttislögum Ýmis rökstuðningur hefur verið reifaður fyrir breytingum ráðherrans en við skiptin tók hún fjóra karla út og setti tvær konur inn og tvo karla. Björt Ólafsdóttir, samráðherra Sigríðar í ríkisstjórn, fagnaði því til dæmis að dómsmálaráðherra hefði stigið það skref að jafna kynjahlutföll í Landsrétti frá því sem tillaga hæfnisnefndar gerði ráð fyrir. Ástráður segir að í raun hafi jafnréttislög verið brotin í málinu, ef kynjasjónarmið voru látin ráða ferðinni. Það er óumdeild regla íslensks stjórnsýsluréttar að ráðherrann er bundinn af því að skipa í embætti þann umsækjanda sem er hæfastur til að gegna embættinu. Við höfum í íslenskum lögum reglur í jafnréttislögum sem gera ráð fyrir að við tilteknar aðstæður sé hægt að taka tillit til kynjasjónarmiða við mat á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga, ef á einhverju starfsviði eru miklu fleiri af öðru kyninu. Sú staða kemur einfaldlega ekki upp í þessu máli. Dómnefndin gaf öllum umsækjendum einkunn eftir hæfi, sem byggð var á reynslu í lögmennsku, dómstörfum, stjórnsýslustörfum og reynslu af fræðistörfum og menntun. „Auðvitað er það þannig að á árinu 2017 finnst okkur öllum að það sé eðlilegt að sem mest jafnvægi á milli kynjanna sé í dómstól eins og Landsrétti. Ég skal ekki fullyrða að það hefði ekki hugsanlega verið hægt með lögum að ákveða fyrirfram um einhvers konar kvóta, þó mér sé það til efs vegna þessarar mikilvægu grundvallarreglu um að velja skuli hæfasta umsækjandann. Það er ekki bara almenn stjórnsýsluregla heldur mikilvægur þáttur í jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig að ef staðan er sú að dómsmálaráðherra hefur af virðingu við jafnréttissjónarmið ákveðið að fjölga konum og taka karla út þá er það brot á jafnréttislögum. Ef umsækjandi sem er síður hæfur er tekinn fram fyrir umsækjanda sem er hæfari vegna kynferðis þá er það brot á málefnalegri stjórnsýslu.“ Ástráður var einn af stofnendum Röskvu og er stoltur vinstri maður.VÍSIR/ANTON BRINK Pólitík í spilunum Leiddar hafa verið líkur að því að pólitík hafi verið í spilunum við ákvörðun ráðherrans. Eiríkur Jónsson, sem metinn var sjöundi hæfastur af umsækjendum en tekinn út, var varaþingmaður Samfylkingarinnar fyrir um áratug. Ástráður segist ekki hafa hugmynd um hvað hafi vakað fyrir ráðherranum. „Ég var einn af stofnendum Röskvu og var í Alþýðubandalaginu um árabil en ég hef engin afskipti haft af stjórnmálum í meira en tuttugu ár. Ég hef auðvitað komið að alls konar málum og haft skoðanir á opinberum vettvangi varðandi dómsmál sem pólitískur ágreiningur hefur ríkt um. Það leikur enginn vafi á því og það gengur enginn að því gruflandi að ég er vinstrimaður. Enda er ég stoltur af því og hef aldrei leynt því.“ Ástráður hefur meðal annars rekið mál er varða lögmæti þess að banna verkföll og deilt við stjórnvöld um embættisveitingar og frávikningar úr embættum. „Mál sem hafa út af fyrir sig gefið mönnum fullt af tækifærum til að álykta um afstöðu mína í þjóðfélagsmálum, sem ég endurtek að er ekkert leyndarmál. En að ráðherra hafi á einhvern hátt horft til þess í vali sínu þykir mér ákaflega ótrúlegt enda er það kolólöglegt.“ Reglur brotnar Í 12. grein laga um dómstóla segir: „Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum. Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið.“ Ástráður segir að síðari hluti ákvæðisins segi ekkert um að skipa megi einstaklinga sem dómnefndin metur ekki hæfasta. „Ráðherra hefur, að því er virðist, kosið að leggja það þannig upp að þetta hafi gefið henni aukið svigrúm til að velja úr hópi hæfra umsækjenda en það er rangt. Það var aldrei verið að taka úr gildi regluna um að það bæri að velja hæfasta umsækjandann, hún er alltaf í gildi. Það var heldur ekki verið að taka úr gildi regluna um að ráðherra væri óheimilt að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefði ekki talið hæfasta umsækjandann. Þetta er slysavarnarákvæði sem er ætlað að tryggja að ráðherrann hafi svigrúm til að bregðast við ef til dæmis dómnefndin gerir villu. Ef eitthvað fer úrskeiðis. En nú er það svo að ráðherra hefur margítrekað tekið það fram að hún telur alls ekki að dómnefndin hafi gert villu. Ef hún vildi velja nýja umsækjendur í stað hinna þá varð hún að gera það á grundvelli þess að þeir væru hæfari en það gerir hún ekki. Þá hefur verið gagnrýnt að dómnefnd um hæfi umsækjenda lagði einungis til fimmtán umsækjendur, akkúrat jafn marga og skipa átti. „Þetta er útúrsnúningur. Dómnefndin reynir að starfa í samræmi við þær reglur sem henni voru settar. Þær voru settar árið 2010 og hafa staðið síðan. Dómnefndin býr til stigagjafarkerfi og svo vinnur hún eftir því kerfi. Það er augljóst að það eru þúsund umdeilanlegar ákvarðanir sem nefndin tekur við ákvarðanir einstaka matsþátta, en hún gerir þetta svona, og þá kemur út tiltekin röð. Ef hún hefði komist að þeirri niðurstöðu að einhverjir 20 væru hæfastir þá hefði dómnefndin hugsanlega getað horft upp á það í framhaldinu að þeim, sem voru númer eitt, tvö, þrjú og fjögur, hefði verið hent út en þeim sem voru númer tuttugu, nítján, átján og svo framvegis settir inn. Sem hefði verið frekar einkennileg niðurstaða, ekki satt?“ Traust Landsréttar laskað „Þessi umgjörð um ferlið hefur orðið til á síðustu tíu til fimmtán árum. Við höfðum reynslu af því að verið væri að skipa dómara í tilvikum sem menn töldu umdeilanleg. Og jafnvel að stundum hafi embættisvaldi verið misbeitt. Það eru til aðrar aðferðir. Í Bandaríkjunum eru fyrir opnum tjöldum valdir dómarar í Hæstarétt á grundvelli pólitískra sjónarmiða. En það er kerfi sem við höfum ekki viljað hafa og hefur ekki tíðkast á Íslandi fram að þessu,“ segir Ástráður. „Í öllu falli var það þannig að leikreglurnar voru búnar til fyrirfram og það störfuðu allir á grundvelli þeirra og niðurstaðan varð til á grundvelli þess, alveg þar til dómsmálaráðherra ákvað að svindla á kerfinu.“ Ástráður bendir á að millidómstigið, sem verður til með Landsrétti, sé búið að vera draumur margra lögfræðinga um langt árabil. „Stofnun Landsréttar er alveg afar mikilvægur gerningur. Það hvernig menn hafa staðið að undirbúningi þess og hvernig fyrri dómsmálaráðherrar, ekki bara einn heldur að minnsta kosti tveir eða þrír, hafa staðið að því máli í þverpólitísku samstarfi hefur verið til fyrirmyndar. Ég veit að lögfræðingar margir hafa bundið vonir við að Landsréttur geti orðið endurnýjandi afl í íslensku dómskerfi, ekki bara fyrir það dómstig sem hann verður, heldur geti haft víðtæk áhrif til endurnýjunar og nútímavæðingar annarra dómstiga. En þessi embættisfærsla dómsmálaráðherrans er ekki til þess fallin að stuðla að þessu markmiði og ég óttast að þetta mál geti dregið dilk á eftir sér og geti hugsanlega haft langvarandi áhrif á starfsanda innan Landsréttar, traust almennings til dómstólanna og það er augljóst að það hefur spillt því fallega ferli sem þetta mál hefur lengi verið í. Ég lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli. Ég tel að ég væri að misvirða hlutverk mitt og skyldur mínar gagnvart réttarríkinu ef ég gerði það ekki.“ Dómsmálaráðherra í persónulegri ábyrgð Árið 2011 féll í Hæstarétti dómur þar sem Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, og ríkissjóður hlutu dóm fyrir að ganga fram hjá Guðmundi Kristjánssyni við skipan dómara í Héraðsdóm Norðurlands eystra árið 2007. Frægt er að Árni skipaði Þorstein Davíðsson, son Davíðs Oddssonar stjórnmálamanns, í stöðuna þrátt fyrir að þrír umsækjendur hefðu verið hæfari en Þorsteinn. Dómurinn hefur fordæmisgildi fyrir þetta mál. „Í dómnum gegn Árna Mathiesen, sem er rarítet í íslenskri réttarsögu, er niðurstaða Hæstaréttar sú að dómsmálaráðherra hafi brotið lög og sé persónulega ábyrgur fyrir því, fjárbótaskyldur raunar, sem er algjört einsdæmi. Ég taldi það á sínum tíma orka tvímælis og lýsti þeirri skoðun minni opinberlega,“ segir Ástráður. „Aðstæður nú eru mjög sambærilegar. Þegar embættisveitingin var afráðin í málinu sem seinna varð að dómsmálinu gegn Árna Mathiesen, þá var álit dómnefndarinnar ekki bindandi fyrir dómsmálaráðherrann heldur ráðgefandi. Eftir það var lögunum breytt þannig að álit dómnefndarinnar varð bindandi fyrir dómsmálaráðherra og er það enn. Ég tel að reglur sem voru brotnar í Árna Mathiesen málinu séu enn skýrar brotnar í málinu nú.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00