Körfubolti

Durant gaf Rihönnu illt augnaráð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
Kevin Durant var stigahæstur á vellinum þegar Golden State Warriors vann 113-91 sigur á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í nótt.

Frammistaða Durants vakti vissulega athygli sem og samskipti hans og söngkonunnar Rihönnu á meðan á leik stóð. Svo virðist sem hún hafi gert hróp að Golden State-manninum.

Eftir að Durant setti niður þrist undir lok leiksins virtist hann gefa Rihönnu, sem sat við hliðarlínuna, illt augnaráð. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Durant var spurður út í þetta atvik á blaðamannafundi eftir leik. Hann sagðist ekki muna eftir því og Stephen Curry, samherji hans sem sat við hliðina á honum, ráðlagði honum að ganga ekki í þessa gildru.

Nærvera Rihönnu, sem er mikill aðdáandi LeBron James, virtist ekki hafa slæm áhrif á Durant í nótt. Framherjinn öflugi skoraði 38 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í öruggum sigri Golden State.

NBA

Tengdar fréttir

Golden State átti fyrsta höggið | Myndbönd

Golden State Warriors tók forystuna gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar með 113-91 sigri í fyrsta leik liðanna í nótt. Golden State hefur nú unnið alla 13 leiki sína í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×