Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 17:33 Maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008. VÍSIR/GVA Hæstiréttur féllst á það í dag að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sínaÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007. Tengdar fréttir Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14 Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Hæstiréttur féllst á það í dag að svipting lögmannsréttinda kynferðisbrotamannsins Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, yrði felld niður og því fær hann að halda réttindum sínum til að vera héraðsdómslögmaður. Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur. Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður. Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sínaÍ dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum. Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið. Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007.
Tengdar fréttir Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57 Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14 Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01 Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23 Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47 Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Starfar ekki sem lögmaður aftur Lögmannafélag Íslands hafði ekki hugmynd um að Róbert Árni Hreiðarsson væri grunaður um kynferðisbrot fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum. Formaður félagsins segir að lögreglan ætti að hafa heimild til að tilkynna félaginu ef grunur leikur á að lögmaður hafi framið lögbrot. Róbert Árni mun að öllum líkindum aldrei starfa sem lögmaður á ný. 27. september 2007 18:57
Með 335 stúlkur á skrá Róbert Árni Hreiðarsson, sem í dag var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum, hafði í fórum sínum minnisbók með nöfnum, netföngum og símanúmerum 335 stúlkna, þegar lögregla gerði húsleit á heimili hans að Traðarlandi í september 2005. 26. september 2007 16:14
Þyrfti að fá uppreisn æru Ekki er útilokað að Róbert Árni Hreiðarsson fái lögmannsréttindi sín aftur, með því að honum yrði veitt uppreisn æru. Það mætti gera með forsetabréfi, eftir tillögu dómsmálaráðherra, eins og gert var í tilfelli Árna Johnsen alþingismanns. 30. september 2007 00:01
Kompáslögmaður í þriggja ára fangelsi Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður var í dag dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir vörslu barnakláms. 26. september 2007 15:23
Eðlilegt að Róbert fái þyngri dóm en ella Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður segir að með brotum sínum hafi Róbert Árni Hreiðarsson varpað skugga á heiður lögmannastéttarinnar. 26. september 2007 16:47
Róbert Árni á leið heim til að loka lögmannstofunni Lögmaðurinn Róbert Árni Hreiðarsson, sem dæmdur var í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum er væntanlegur til landsins á næstunni. Hann hyggst loka lögmannsstofu sinni og koma þeim málum sem hann hefur verið með yfir á aðra lögmenn. 2. október 2007 13:11