Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2017 10:58 Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar