Skotsilfur: Skipar Guðjón, Ómar til Íslandsbanka, Kvika vildi ALDA Ritstjórn skrifar 16. júní 2017 09:00 Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Mynd/aðsend Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar. Markaðir Skotsilfur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Starfshópur fjármálaráðherra kynnti í gær skýrslu þar sem útlistaðar eru þrjár mögulegar leiðir við að aðskilja fjárfestingarbanka- og viðskiptabankastarfsemi og lagt mat á kosti og galla hverrar leiðar. Ráðherra hyggst í kjölfarið skipa fimm manna nefnd sem mun vinna úr þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni og á nefndin að skila niðurstöðum sínum næstkomandi haust. Á meðal þeirra sem munu taka sæti í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, er Guðjón Rúnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, en hann verður á meðal þriggja fulltrúa sem verða skipaðir af fjármálaráðherra en stjórnarandstaðan mun hins vegar tilnefna tvo sérfræðinga í nefndina.Ómar Özcan.Ómar til Íslandsbanka Ómar Özcan, sem hefur starfað hjá Íslenskum verðbréfum frá því í ársbyrjun 2016, hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í verðbréfamiðlun Íslandsbanka. Ómar hafði áður meðal annars starfað í eigin viðskiptum hjá Arion banka og á árunum 2009 til 2011 var hann í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og H.F. Verðbréfa. Með ráðningu Ómars er Íslandsbanki að bregðast við brotthvarfi Harðar Steinars Sigurjónssonar og Matei Manolesco en þeir hættu í verðbréfamiðlun bankans fyrir skemmstu og fór annar til Landsbankans og hinn til Fossa markaða.Hannes Frímann Hrólfsson.Kvika vildi ALDA Miklar þreifingar eru á fjármálamarkaði þessa dagana þar sem mörg smærri fjármálafyrirtæki, meðal annars Virðing, Arctica Finance og Íslensk verðbréf, skoða nú möguleg tækifæri til sameiningar. Virðing reið á vaðið í síðustu viku þegar tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé ALDA sjóða en vitað er að Kvika banki hafði einnig verið á eftir sjóðastýringarfyrirtækinu. Í tilkynningu var haft eftir Hannesi Frímanni Hrólfssyni, forstjóra Virðingar, að kaupin væru liður í því að styrkja félagið á sviði eignastýringar en heildareignir í stýringu hjá samstæðu Virðingar verða um 140 milljarðar.
Markaðir Skotsilfur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira