Voru þrælarnir auðlind? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2017 07:00 Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun