Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 15:00 Scott Pruitt hefur fært áherslu Umhverfisstofnunarinnar frá umhverfinu og að störfum og náttúruauðlindum frá því að hann tók við sem forstjóri. Vísir/AFP Starfsmannastjóri bandarísku umhverfisstofnunarinnar (EPA) þrýsti á formann vísindaráðs stofnunarinnar um að breyta framburði hans fyrir þingnefnd. Vildi starfsmannastjórinn að vísindamaðurinn gerði lítið úr úr þvi að stofnunin léti fjölda sérfræðinga fara. Eftir að Donald Trump skipaði Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis sem stefndi EPA margoft, sem forstjóra EPA hefur stofnunin meðal annars fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og byrjað að vinda ofan af umhverfisreglugerðum. Þá hefur Pruitt ákveðið að endurnýja ekki samninga við tugi sérfræðinga sem hafa setið í vísindaráði EPA, þvert á viðteknar venjur hjá stofnuninni. Vísindamenn hafa gagnrýnt þá ráðstöfun og sakað ríkisstjórn Trump um að reyna að draga úr vægi vísinda í mótum umhverfisstefnu. Óttast þeir að ætlun Pruitt sé að gefa fulltrúum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila meira vægi í starfi EPA.Þrumu lostin yfir fyrirmælunumDeborah Swackhamer er umhverfisefnafræðingur sem hefur verið formaður vísindaráðsins. New York Times segir að áður en hún bar vitni fyrir vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 23. maí hafi Ryan Jackson, starfsmannastjóri Pruitt, beðið hana um að halda sig við áherslupunkta stjórnenda EPA um brotthvarf vísindaráðgjafanna. „Ég var sem þrumu lostin að hann væri að þrýsta á mig um að „leiðrétta“ eitthvað í framburði mínum. Ég hélt mig við staðreyndirnar en hann gerði það ekki. Mér fannst ég vera beitt aflsmunum,“ segir Swackhamer en hún hafði þegar lagt fram skriflegan framburð við nefndina þegar Jackson gaf henni fyrirmælin.Mótmælendur andmæla Scott Pruitt, forstjóra EPA.Vísir/EPAEru að hætta vísindalegu starfiPruitt hefur meðal annars sagt opinberlega að hann trúi ekki samhljóða áliti vísindamanna að koltvísýringur sem menn losa sé aðalorsök hnattrænnar hlýnunar. Hann hefur jafnframt raðað fyrrverandi starfsmönnum James Inhofe, þingmanns repúblikana og þekkts loftslagsvísindaafneitara, í störf hjá EPA, þar á meðal starfsmannastjóranum. Á meðal þess sem Jackson sagði Swackhamer að segja í framburði sínum var að ákvörðun hefði enn ekki verið tekin um að láta vísindaráðgjafana fara. New York Times segir að á þeim tíma hafi fjöldi ráðgjafa þegar fengið tilkynningu um að samningar þeirra yrðu ekki endurnýjaðir. „Vísindaráðið var með 68 meðlimi fyrir tveimur mánuðum. Þeir verða ellefu 1. september. Þeir eru í raun að hætta vísindalegu starfi með því að binda enda á störf þessara ráðgjafa. Það eru engir fundir á dagskránni hjá okkur, engin ráð til að fara í gegnum vinnuna,“ segir Swackhamer við dagblaðið. Í drögum að fjárlögum sem Trump lagði fram fyrr á þessu ári lagði forsetinn til mikinn niðurskurð hjá ríkisstofnunum en þó hvergi meiri en hjá Umhverfisstofnuninni. Trump hefur meðal annars dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“. Bandaríkin Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Starfsmannastjóri bandarísku umhverfisstofnunarinnar (EPA) þrýsti á formann vísindaráðs stofnunarinnar um að breyta framburði hans fyrir þingnefnd. Vildi starfsmannastjórinn að vísindamaðurinn gerði lítið úr úr þvi að stofnunin léti fjölda sérfræðinga fara. Eftir að Donald Trump skipaði Scott Pruitt, fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma-ríkis sem stefndi EPA margoft, sem forstjóra EPA hefur stofnunin meðal annars fjarlægt upplýsingar um loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni og byrjað að vinda ofan af umhverfisreglugerðum. Þá hefur Pruitt ákveðið að endurnýja ekki samninga við tugi sérfræðinga sem hafa setið í vísindaráði EPA, þvert á viðteknar venjur hjá stofnuninni. Vísindamenn hafa gagnrýnt þá ráðstöfun og sakað ríkisstjórn Trump um að reyna að draga úr vægi vísinda í mótum umhverfisstefnu. Óttast þeir að ætlun Pruitt sé að gefa fulltrúum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila meira vægi í starfi EPA.Þrumu lostin yfir fyrirmælunumDeborah Swackhamer er umhverfisefnafræðingur sem hefur verið formaður vísindaráðsins. New York Times segir að áður en hún bar vitni fyrir vísindanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings 23. maí hafi Ryan Jackson, starfsmannastjóri Pruitt, beðið hana um að halda sig við áherslupunkta stjórnenda EPA um brotthvarf vísindaráðgjafanna. „Ég var sem þrumu lostin að hann væri að þrýsta á mig um að „leiðrétta“ eitthvað í framburði mínum. Ég hélt mig við staðreyndirnar en hann gerði það ekki. Mér fannst ég vera beitt aflsmunum,“ segir Swackhamer en hún hafði þegar lagt fram skriflegan framburð við nefndina þegar Jackson gaf henni fyrirmælin.Mótmælendur andmæla Scott Pruitt, forstjóra EPA.Vísir/EPAEru að hætta vísindalegu starfiPruitt hefur meðal annars sagt opinberlega að hann trúi ekki samhljóða áliti vísindamanna að koltvísýringur sem menn losa sé aðalorsök hnattrænnar hlýnunar. Hann hefur jafnframt raðað fyrrverandi starfsmönnum James Inhofe, þingmanns repúblikana og þekkts loftslagsvísindaafneitara, í störf hjá EPA, þar á meðal starfsmannastjóranum. Á meðal þess sem Jackson sagði Swackhamer að segja í framburði sínum var að ákvörðun hefði enn ekki verið tekin um að láta vísindaráðgjafana fara. New York Times segir að á þeim tíma hafi fjöldi ráðgjafa þegar fengið tilkynningu um að samningar þeirra yrðu ekki endurnýjaðir. „Vísindaráðið var með 68 meðlimi fyrir tveimur mánuðum. Þeir verða ellefu 1. september. Þeir eru í raun að hætta vísindalegu starfi með því að binda enda á störf þessara ráðgjafa. Það eru engir fundir á dagskránni hjá okkur, engin ráð til að fara í gegnum vinnuna,“ segir Swackhamer við dagblaðið. Í drögum að fjárlögum sem Trump lagði fram fyrr á þessu ári lagði forsetinn til mikinn niðurskurð hjá ríkisstofnunum en þó hvergi meiri en hjá Umhverfisstofnuninni. Trump hefur meðal annars dregið Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og kallað loftslagsbreytingar kínverskt „gabb“.
Bandaríkin Donald Trump Vísindi Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Glóandi símalínur Umhverfisstofnunar eftir afneitun forstjórans Hundruð símtala og tölvupósta hafi borist bandarísku Umhverfisstofnuninni eftir að forstjóri hennar neitaði því að menn bæru mesta ábyrgð á hnattrænni hlýnun í viðtali. 12. mars 2017 15:09
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56