Gleði hins miðaldra manns Logi Bergmann skrifar 24. júní 2017 07:00 Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun