Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn með hnífi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2017 23:15 Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. vísir/hari Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira