Ökumaður sem lést í sjálfstýrandi Teslu hunsaði ítrekaðar viðvaranir Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 10:07 Rafbílaframleiðandinn Tesla býður upp sjálfstýribúnað í bílum sínum. Vísir/EPA Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur. Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Tölvukerfi Tesla-rafmagnsbifreiðar sem var á sjálfstýringu varaði ökumanninn sex sinnum við með hljóðtilkynningu að hann ætti að taka við stýrinu áður en hann skall á vöruflutningabíl á miklum hraða í fyrra. Slysið var fyrsta banaslysið þar sem sjálfstýrandi bíll kom við sögu. Rannsóknarnefnd bandarískra yfirvalda hefur komist að því að ökumaðurinn fékk sex hljóðviðvaranir auk þess sem sjö tilkynningar birtust í mælaborði bílsins síðustu mínúturnar fyrir áreksturinn. Slysið átti sér stað nærri Williston í Flórída í maí í fyrra. Sjálfstýringarbúnaður er í Tesla-bifreiðum en fyrirtækið gerir engu að síður þá kröfu að ökumenn séu með hendur á stýri allan tímann sem sjálfstýringin er í gangi.Loka á ökumenn sem hunsa viðvaranir ítrekað Gögn úr bílnum sýndu hins vegar að ökumaðurinn hafði ekki haft hendur á stýri 90% af hinstu ökuferðinni, að því er segir í frétt Washington Post. Jók hann jafnvel hraðann tveimur mínútum fyrir slysið. Þegar hann rakst á flutningabílinn var hann á yfir 110 km/klst. Ökumaðurinn gerði enga tilraun til að bremsa, stýra eða forða árekstrinum.Sjá einnig:Ný uppfærsla Tesla gerir bílinn nánast sjálfkeyrandi Slysið hefur vakið mikla athygli enda sjálfstýrandi og sjálfkeyrandi bílar enn nýir af nálinni. Talið er að niðurstaða rannsóknarinnar á orsökum þess geti haft áhrif á afstöðu almennings til sjálfkeyrandi bifreiða. Eftir slysið uppfærði Tesla hugbúnaðinn. Hunsi ökumenn öryggisviðvaranir sjálfstýribúnaðsins ítrekað slekkur bíllinn á honum. Ekki er þá hægt að nota sjálfstýringuna þar til bíllinn er ræstur aftur.
Tækni Tengdar fréttir Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Annað slys Tesla bíls með sjálfstýringu Fyrsta dauðaslysið í Tesla bíl með sjálfstýringuna á varð 1. júlí. 7. júlí 2016 10:20