Lektor segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júní 2017 22:41 Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“ Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnu um táknmál. Lektor í táknmálsfræði segir skort á fjármagni og jákvæðara viðhorfi gagnvart íslensku táknmáli og vill auka fræðslu innan menntakerfisins. Ráðstefnan sem fram á Háskólatorgi er nú haldin í sjötta sinn og hófst í dag en lýkur á morgun. Helstu sérfræðingar málvísindarannsókna og táknmála í heiminum taka þátt en á ráðstefnunni eru kynntar niðurstöður rannsókna sem snúa að hinum ýmsu táknmálum. Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræði, segir stöðu táknmála í heiminum vera mjög misjafna, eftir því hvar við grípum niður. „Hún getur verið ágæt í hinum vestræna heimi, sums staðar. Víða eru táknmál nánast bönnuð, þó það sé kannski endilega með lögum. Staða heyrnarlausra er mjög slæm víða.“ Hér á landi þurfa á bilinu tvö til þrjú hundruð einstaklingar að reiða sig á táknmál á hverjum degi. Lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls árið 2011 sem eiga að tryggja stöðu þeirra sem þurfa á táknmáli að halda. „Hins vegar viljum við sem störfum innan þessa samfélags gjarnan sjá meira gert með lögin, meira fjármagn, og viðhorf jákvæðari í samfélaginu,“ segir Rannveig. Rannveig segir að aukin tækniþróun og samskiptatækni hafi hjálpað mikið til á síðustu árum. „Það hefur rosalega mikil þróun í túlkun. Nú sit ég á skrifstofunni minni og heyrnarlaus samstarfsmaður minn hringir í mig í gegnum símatúlk. Það er hægt að nota túlk í gegnum spjaldtölvur. Það er kennsla í gegnum spjaldtölvur sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra sinnir. Þannig að tæknin, hún hjálpar mikið.“ Rannveig segir að koma þyrfti táknmálsnámi og táknmálskennslu frekar á framfæri í menntakerfinu. „Það væri auðvitað best ef allir lærðu eitthvað táknmál, í grunnskóla eða jafnvel leikskóla. Börn eru ofsalega móttækileg fyrir þessu og þau grípa þetta um leið. Við eigum ekki mikið af kennurum og það þarf að gera mikið átak í menntun kennara fyrir heyrnarlausa og táknmálskennara. En auðvitað væri það æskilegt að það væri meiri fræðsla. Fáfræðin er allt of mikil.“
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira