

Heimur í höndum skemanns
Vitaskuld er þetta ekki góð eða kurteisleg nafngift gagnvart þeim, sem hún er notuð um, en í mikilvægri umræðu verður að kalla menn réttum nöfnum.
Það er ekki gleðiefni, en mér fannst skemaður tilvalin nafngift á nýjan Bandaríkjaforseta, Donald Trump.
Að hella olíu á ófriðarbál
Eftir að Georg W. Bush, Tony Blair og félagar létu til skarar skríða gegn Írak 2003 – á röngum og lognum forsendum – hefur ríkt ófriðar-, átaka- og hryðjuverkaástand í Mið-Austurlöndum. Þau valdakerfi, sem þar voru og voru ekki góð, þó miklu skárri en stjórnleysið, upplausinin og illvirkin, sem fylgdu, fóru í rúst við Íraksstríðið og inngrip Vesturvelda í formi Arabíska vorsins.
Mikil viðleitni hefur verið í gangi um það, að leiðrétta þessi mistök og koma á nýju jafnvægi og friði í Miðausturlöndum. Er þetta hið flóknasta verk, þar sem um trúarbragðaátök Múhameðstrúarmanna, sem aðhyllast mismunandi útfærslur trúarinnar, aðallega sjíta-múslima og súnníta, er að ræða, en mikill ágreiningur, óvild, stundum hatur, ríkir milli þessara trúarflokka.
Þau lönd, sem fara fyrir þessum andstæðu fylkingum eru annars vegar Íran og hins vegar Sádi-Arabía. Bæði þessi ríki byggja í ýmsu á aldagömlum sjónarmiðum og regluverki – annað er klerkaveldi, sem þó er á vissri framfarabraut, hitt einræðiskennt og forneskjulegt konungsveldi, þarsem mannfyrirlitning og grimmd ræður ríkjum.
Það er mikið og flókið verkefni að róa og jafna ágreining og átök þessara aðila, og verður það eingöngu gert með friðsamlegri milligöngu og friðsamlegum samningaumleitunum; Bera verður klæði á vopnin.
Það er því fáránlegur gjörningur hjá Trump, að selja Sádi-Arabíu gífurlegt magn nýrra og áhrifaríkra vopna, eins og hann gerði nú fyrir skemmstu og hreykir sér af. Kyndir hann með þessu undir vopnakapphlaupi og spennu. Að hella olíu á ófriðarbál er varla leiðin til að slökkva það, enda blossa nú upp ný alvarleg átök.
Glatt á hjalla í helfararsafni
Þegar skemaðurinn heimsótti Yad Vashem helfararsafnið í Ísrael, þar sem minnst er sex milljóna gyðinga, sem myrtir voru í helförinni, skráði hann eftirfarandi í gestabók safnsins: „Það er mér heiður, að vera hér með öllum vinum mínum. Stórkostlegt (so amazing) + ég gleymi þessu ekki“. Hafi menn borið með sér einhverja von um, að Trump byggi yfir meiri vitsmunum, þroska og dómgreind en ýmsar vísbendingar bentu til, þá dó sú von í Yad Vashem.
Þegar Trump mætti til leiks með félögum sínum í NATO, en talið hefur verið að hér væru nánir og vinir og bandamenn á ferð, vakti mont og yfirlæti hans mikla, en um leið blandna, athygli. Út yfir allan þjófabálk tók , þegar skemaður reif í öxl forsætisráðherra Svartfjallalands og svipti honum til hliðar, til að hann kæmist sjálfur í fremstu röð. Var ekki til þess vitað fyrir, að skemaður teldi handalögmál til góðra siða.
Með tilliti til ofangreindra atburða og annarrar vafasamrar framgöngu skemanns, kom það ekki á óvart, að Trump skyldi tilkynna, að Bandaríkin drægju sig út úr Parísarsamkomulaginu til stöðvunar loftslagshlýnunar og verndunar lofthjúps jarðar, sem nær allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna höfðu samþykkt og staðfest 2015.
Trump taldi, að hinn bráðmengandi bandaríski kolaiðnaður væri þýðingarmeiri en velferð komandi kynslóða , enda lægju engar sannanir fyrir um loftslagsbreytingar að hans mati. Hér sannaðist enn einu sinni raunalegt dómgreindarleysi og skammsýni Trumps.
Richard Sennett, þekktur og virtur bandarískur félags- og stjórnmálafræðingur, rithöfundur og prófessor, segir, að það finnist aðeins einn stjórnmálamaður seinni tíma, sem líkja megi Trump við; Mussolini. Ekki leiðum að líkjast fyrir skemann.
Höfundur er kaupsýslumaður.
Skoðun

Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra
Inga Sæland skrifar

Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu
Erlingur Erlingsson skrifar

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar