Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, skoraði stórkostlegt mark fyrir sína menn í nýliðaslagnum á móti Grindavík sem nú stendur yfir en beina lýsingu frá honum má finna hér.
Hallgrímur, sem er skotmaður góður, fékk boltann fyrir utan vítateig Grindjána á 19. mínútu og lét vaða með vinstri fæti. Boltinn söng í netinu en markvörður Grindvíkinga átti ekki möguleika.
Algjörlega frábært mark hjá norðanmanninum sem hefur skorað þau nokkur ansi glæsileg í gegnum tíðina.
Markið má sjá hér að ofan.
Sjáðu geggjað mark Hallgríms í Grindavík | Myndband
Tengdar fréttir
Í beinni: Grindavík - KA | Nýliðaslagur suður með sjó
Grindavík skaust á topp Pepsi-deildarinnar þegar liðið lagði KA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag. Valsmenn geta náð toppsætinu á ný í kvöld þegar þeir mæta Stjörnunni.