Logi Ólafs: Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2017 22:00 Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira
Víkingar í Reykjavík hafa verið á fljúgandi siglingu í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir að Logi Ólafsson tók við liðinu þegar Milos Milojevic yfirgaf Fossvoginn og tók við Breiðablik. Víkingar eru búnir að vinna þrjá leiki og gera tvö jafntefli í fyrstu fimm leikjunum undir stjórn Loga og eru í heildina besta lið deildinnar í síðustu fimm umferðum. Logi kom óvænt aftur inn í deildina en hann stýrði síðast Stjörnunni árið 2013 og gerði góða hluti í Garðabænum. „Ég hef nú ekki verið með stórar yfirlýsingar en þó sagt að þetta sé orðið gott og svona. Ég get alveg upplýst það að ég hugsaði mér að taka tvö ár með Stjörnunni á sínum tíma og ljúka mínum ferli þar en það var fremur snubbóttur endir þar. Samt sem áður leið mér ekkert illa með að vera hættur þá,“ segir Logi Ólafsson í 1á1 sem sýndur var á Stöð 2 Sport HD í kvöld. „Alkinn byrjar stundum að drekka aftur ef hann er hættur á annað borð. Það þarf kannski ekki mikið til að kveikja í manni. Eftir að hafa hitt Víkingana hér og skoðað mannskapinn fannst mér þetta spennandi.“ Logi segist ekki hafa sett nein skýr markmið með Víkingsliðið á þessu tímabili heldur vildi hann bara fá það besta út úr leikmannahópnum. „Ég setti engin markmið um hvar við ætluðum að enda eða neitt slíkt. Ég setti bara þá vinnu í gang að reyna að breyta andrúmsloftinu og hugarástandinu og öðru slíku,“ segir hann. „Það var byrði á herðum þessara pilta sem þeir áttu erfitt með að bera og því fannst mér tilvalið að reyna að nálgast þetta með þeim hætti að létta aðeins á stemningunni og reyna að fá menn til að vera jákvæðir og trúa á sína eigin getu.Fótboltaleikur er fullur af mistökum en það verður enginn hengdur fyrir slíkt,“ segir Logi Ólafsson. Brot úr 1á1 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sjá meira