Hlýindi í kortunum: „Það þarf bara að lifa af þennan dag í dag“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 15:57 Kortið fyrir næsta sunnudag er ekki svo slæmt. Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu. Veður Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira
Margir íbúar suðvesturhornsins eru eflaust ekki par sáttir við veðurguðina í dag en þar er nú rigning og rok og varaði Veðurstofan fyrr í dag við stormi. Veðrið hefur áhrif á samgöngur þar sem flugi Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum til Reykjavíkur var frestað nú síðdegis þar sem ekki er hægt að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Árna Sigurðssonar, vakthafandi veðurfræðings, mun ekki lygna fyrr en seint í kvöld og þá er varað við mikilli rigningu sums staðar á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum síðdegis og fram á nótt. „Núna er hvassast með suðvesturströndinni en svo skríður þetta inn á landið og rigning sem er núna suðvestanlands mun færast austar,“ segir Árni.Stormviðvaranir í júlí ekki beint algengar Það gæti því vaxið eitthvað í ám og lækjum og bendir Árni á að göngufólk á Laugaveginum og því svæði gæti lent í mjög leiðinlegu veðri. Þar verði bæði hvassara og meira úrhelli. Aðspurður hvort að það sé algengt að Veðurstofan vari við stormi og úrhelli um miðjan júlí segir Árni svo ekki vera en allt geti þó gerst í veðrinu. Næstu daga er spáin svo betri þó að það verði kannski ekki mjög sólríkt. „Það eru hlýindi í kortunum og það verður talsvert hlýtt á morgun, þá sérstaklega á Norðausturlandi. Langtímaspáin segir svo að það muni lægja og það verði mikið hægviðri þegar það kemur fram á fimmtudag og föstudag. Það verður því víða skaplegt veður, hægur vindur og hámarkshiti gæti farið í 20 stig víða um land svona frá fimmtudegi til laugardags og jafnvel á sunnudag. Þannig að þarf bara að lifa af þennan dag í dag,“ segir Árni.Veðurhorfur í dag og næstu daga:Gengur í suðaustan 10-23 m/s með ringingu sunnan- og vestanlands, hvassast við suðvesturströndina. Talsverð rigning suðvestanlands en mikil á Suðausturlandi og undir Eyjafjöllum en þurrt um landið norðaustanvert.Snýst í mun hægari suðvestlæga átt suðvestantil undir miðnætti. Suðaustan 10-15 á morgun, en hægari vestantil. Rigning sunnan- og síðan einnig vestanlands síðdegis, en lengst af bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig í dag hlýjast norðaustantil, en hiti sums staðar að 25 stigum norðaustanlands á morgun.Á fimmtudag:Austan og suðaustan 5-10 og víða lítilsháttar væta af og til, en bjartviðri norðaustantil. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag, laugardag og sunnudag:Hægviðri og skýjað en yfirleitt úrkomulítið. Hiti víða að 20 stigum í innsveitum.Á mánudag:Líklega fremur hæg suðlæg átt með lítilsháttar vætu.
Veður Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Sjá meira