Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá Gunnari Nelson fyrir bardaga að skella sér í bíó og hann var ekkert að brjóta þá hefð að þessu sinni.
Í gærkvöldi fór Gunnar, ásamt föruneyti, í bíó í Glasgow. Myndin sem varð fyrir valinu var nýja Spiderman-myndin.
Samkvæmt heimildarmönnum Vísis þá var Gunnar himilfandi með myndina. „Besta Spiderman-myndin til þessa,“ sagði Gunnar við vini sína eftir myndina. Engin smá meðmæli það.
Vonandi verður Gunnar álíka öflugur og Köngulóarmaðurinn er hann mætir Santiago Ponzinibbio á sunnudag.
