Snjalltæki frá vinnuveitanda hugsanlega orðin meiri kvöð heldur en umbun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 21:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir nauðsynlegt að ræða um notkun snjalltækja, sem starfsmenn fá frá vinnuveitanda, utan vinnutíma. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“ Kjaramál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir að niðurstöður könnunar sem Maskína gerði fyrir bandalagið um snjallsímanotkun félagsmanna utan vinnutíma hafi ekki komið sér á óvart. Málið hafi verið til umræðu innan raða BHM um nokkurt skeið, ekki síst í tengslum við mikið álag sem er á félagsmönnum, og því hafi verið að ákveðið að spyrja út í það í könnun sem gerð var á meðal þeirra. Niðurstöðurnar sýna að fimmtungur þeirra sem er með snjalltæki (snjallsíma, spjaldtölvu og/eða snjallúr) frá vinnuveitanda telur að tækið hafi mikil áhrif einkalíf, það er hvíldartíma sinn eða samskipti við vini og fjölskyldu. Könnunin var gerð dagana 5. maí til 28. júní og náð til handahófsúrtaks úr félagaskrám aðildarfélaga BHM sem eru alls 27. Svarendur voru 2.232 en samtals eru um 13 þúsund manns innan raða BHM.Meira en helmingur fær oft skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan vinnutíma „Um 28% svarenda sögðust hafa snjallsíma til umráða frá vinnuveitanda sínum, 7% spjaldtölvu og hálft prósent snjallúr. Meira en helmingur þeirra svarenda sem hafa snjalltæki frá vinnuveitanda kvaðst oft eða mjög oft fá einhvers konar skilaboð vegna vinnunnar í tækið utan hefðbundins vinnutíma. Um fjórðungur þeirra sagðist stundum fá slík skilaboð utan hefðbundins vinnutíma en ríflega fimmtungur sjaldan eða aldrei. Rétt er að taka fram að mjög breytilegt er eftir aðildarfélögum hversu hátt hlutfall félagsmanna hafa snjalltæki til umráða frá vinnuveitanda,“ segir í frétt á vef BHM um könnunina. Þórunn segir í samtali við Vísi að könnunin sýni að þeir sem séu með snjalltæki frá vinnuveitanda séu margir hverjir að svara í tækið og nýta í hluti tengda vinnunni utan vinnutíma.Mörkin milli einkalífs og vinnu mást út „Þá mást út þessi mörk sem flestir telja og hafa talið að þurfi að vera milli vinnunnar og einkalífsins því þetta blandast allt saman. Þetta getur verið streituvaldandi fyrir viðkomandi en getur líka haft áhrif á heimilislífið og samskipti við fjölskyldu og annað slíkt,“ segir Þórunn. Hún segir að þau hjá BHM hafi grunað að það væri vaxandi truflun af þessu fyrirkomulagi. „Það eru hvað 10 ár síðan að fyrsti iPhone-síminn leit dagsins ljós og þetta er allt að gerast mjög hratt. Það sem var einu sinni umbun og hluti af starfskjörum er meira orðið einhver kvöð. Okkur finnst að það þurfi fyrst og fremst að ræða þetta og ræða þetta á vinnumarkaði hvernig menn vilja hafa þetta því við vitum að stöðugt áreiti veldur aukinni streitu og aukin streita getur verið hættuleg fyrir heilsuna. Við getum leitt að því líkur að það hafi áhrif á velferð fólks og jafnvel fjölskyldur þeirra,“ segir Þórunn.Nauðsynlegt að efla umræðuna Hún kveðst vonast til að hægt sé að efla umræðu um þessi mál almennt enda gefi hún sér það að þetta eigi við um fleiri starfsstéttir og fleiri en þá sem séu innan BHM. Þá þurfi að rannsaka það betur hvað áhrif snjalltæki og áreitið sem fylgir þeim hafi á líf og heilsu fólks en einnig á vinnuna yfir höfuð. „Því auðvitað viljum við að fólk sinni vinnunni vel þegar það er í vinnunni en eigi hvíldartíma utan hennar.“
Kjaramál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira