Veiðigjaldið hækkar um sex milljarða króna á komandi fiskveiðiári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 18:18 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki beint hrifin af hækkun veiðigjalds á komandi fiskveiðiári. Vísir/Pjetur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind. Sjávarútvegur Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, birti í dag reglugerð um veiðigjald fyrir komandi fiskveiðiár 2017-2018. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í kjölfarið frá sér nokkuð harðorða fréttatilkynningu en þar segir að sé miðað við áætlað aflamark verði veiðigjaldið á næsta fiskveiðiári um 10,5 til 11 milljarðar króna. Er það hækkun um sex milljarða króna frá yfirstandandi fiskveiðiári og segir SFS að hækkun veiðigjalds vegna þorsks nemi til að mynda 107%, ýsu 127% og makríls 18%. Sjá má á reglugerðinni fyrir yfirstandandi fiskveiðiár að veiðigjald þorsks í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla er 11,09 krónur. Á næsta fiskveiðiári verður gjaldið 22,98 krónur. Fyrir ýsu er gjaldið nú 11,53 krónur en verður á næsta fiskveiðiári 26,20 krónur. Í ár eru svo greiddar 2,78 krónur fyrir kílóið af óslægðum makríl en á næsta fiskveiðiári hækkar gjaldið upp í 3,27 krónur. Í tilkynningu SFS segir að reikniregla veiðigjalds fyrir komandi fiskveiðiár byggi á gögnum Hagstofu Íslands frá árinu 2015. „Það gerir það að verkum að gjaldið endurspeglar ekki rekstrarskilyrði greinarinnar á hverjum tíma. Því getur hagnaður verið að minnka á sama tíma og veiðigjald er að hækka, og öfugt. Þannig háttar til núna; álagning veiðigjalds miðast við gott rekstrarár, en gjaldið kemur til greiðslu þegar mun verr árar. Rekstrarskilyrði í sjávarútvegi hafa versnað og ekki er útilokað að álagning veiðigjalds fyrir næsta fiskveiðiár muni reynast einhverjum smærri og meðalstórum útgerðum ofviða. Slíkt gæti aukið samþjöppun í sjávarútvegi,“ segir í tilkynningunni. Þá er haft eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, að þessi hækkun geti komið hart niður á fjölmörgum útgerðum sem séu misjafnlega í stakk búnar til að standa undir gjaldinu. „Hjá sumum útgerðum getur hækkunin verið allt að fjórföld. Álagningin byggist á gömlum afkomutölum, eins og undanfarin ár, en aðstæður hafa breyst mjög til hins verra á liðnum misserum; gengi krónunnar hefur styrkst og tekjur gjaldeyrisskapandi fyrirtækja dregist verulega saman. Á sama tíma hefur kostnaður í íslenskum krónum, eins og vegna aðfanga og launa, hækkað mikið,“ segir Heiðrún Lind.
Sjávarútvegur Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent