Sport

Sjáið Íslandsmet Ásdísar og dramatísk viðbrögð hennar | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Vísir/Samsett
Ásdís Hjálmsdóttir setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti í gærkvöldi þegar hún kastaði spjótinu 63,43 metra í fyrsta kasti á alþjóðlegu móti í Jonesuu í Finnlandi.

Ásdís bætti þarna fimm ára Íslandsmet sitt frá Ólympíuleikunum í London 2012 en það var 62,77 metra. Þetta var því bæting á Íslandsmetinu um 66 sentímetra.

Með þessu risakasti tryggði Ásdís sér um leið þátttökurétt á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Lundúnum í næsta mánuði.

Lágmarkið er 61,40 metrar og kastaði Ásdís því rúmum 2 metrum lengra. Ásdís er því að fara að keppa á sínu fimmta heimsmeistaramóti. Nú hafa tveir Íslendingar tryggt sér þátttökurétt á HM í London en hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur nú þegar náð lágmarki í bæði 800 og 1500 metra hlaupi.

Ásdís var búin að bíða lengi eftir svona kasti og það má líka sjá á viðbrögðum hennar eftir þetta frábæra kast. Hér fyrir neðan má sjá Íslandsmetskastið hennar og líka dramatísku viðbrögðin. Myndbandið er af fésbókarsíðu Ásdísar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×