Átta vannýttar útivistarperlur á höfuðborgarsvæðinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. júlí 2017 16:00 Þegar gengið er yfir eiðið á Geldinganesi blasir við þetta yfirgefna skipsflak sem gaman er að skoða og príla í. Vísir/Vilhelm Víða á stórhöfuðborgarsvæðinu er að finna skemmtileg útivistarsvæði. Sum hver eru nýtt af íbúum í næsta nágrenni, önnur af fáum.1. Gróinn blómagarður Farðu með börnin eða barnabörnin í Grundargarð. Lítinn en vinalegan almenningsgarð við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Garðurinn var opnaður árið 1973 og þar er til dæmis að finna fallegan blómagarð með steinbeðum og nýlegt leiksvæði fyrir börn.Grundargerði í Smáíbúðahverfinu er virkilega fallegur garður.2. Blak og grill í Heiðmörk Þótt Heiðmörk sé stærsta útivistarsvæði í nágrenni Reykjavíkur er það því miður lítið nýtt og mun stærra en marga grunar. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytt svæði til útivistar. Sérstaklega má mæla með Furulundi. Þetta er fjölskyldulundur búinn leiktækjum, blakvelli og grillaðstöðu. Þar eru líka bílastæði og salerni. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með grilli, borðum og bekkjum.Furulundur í Heiðmörk er virkilega spennandi útivistarsvæði.3. Sílaveiðar og tennis í Breiðholti Auðvitað nýta Breiðhyltingar vel útivistarsvæðið í miðju Seljahverfi. Öðrum kemur svæðið skemmtilega á óvart. Þar er manngerð settjörn, Seljatjörn, og í kringum hana er vinsælt leiksvæði barna. Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn sem finnst þó allra skemmtilegast að veiða síli í tjörninni. Í Breiðholtinu er einnig stór almenningsgarður á milli Austurbergs og Vesturbergs. Þar er til að mynda tennisvöllur fyrir áhugasama. Manngerða settjörnin í Seljahverfi gleður börn á sólríkum dögum.4. Víðáttan á Geldinganesi Þeim sem þrá að vera í algjörum friði fyrir ferðamönnum og vilja teygja úr sér á fáförnum en fögrum slóðum má ráðleggja gönguferð á Geldingarnes. Útsýnið er fallegt yfir borgina og þegar farið er yfir eiðið yfir á nesið sjálft má sunnanmegin príla í yfirgefnu skipsflaki.Þeir sem vilja ganga í ósnortinni víðáttu þar sem nánast engir eru á ferli ættu að kanna Geldinganesið.Vísir/Vilhelm5. Góð aðstaða við Hvaleyrarvatn Það er búið að vera mikið líf og fjör við Hvaleyrarvatn undanfarnar vikur. Fjölmargir hafa lagt leið sína að vatninu til að njóta þar útiveru í fallegu umhverfi. Aðstaða við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er stórbætt en skógræktin hefur lagt stíga við vatnið þannig að hægt er að ganga hringinn í kring. Í víkinni eru bekkir, grill og salernisaðstaða.Áttu fallega mynd frá Hvaleyrarvatni sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.6. Gróin leiksvæði í Mosfellsbæ Stekkjarflöt og Ullarnesbrekkur eru góðir áfangastaðir fyrir barnafjölskyldur um helgar. Leiksvæðið á Stekkjarflöt er rúmt og skemmtilegt og þar er einnig hægt að grilla. Ævintýragarðurinn sem er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna, hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar setti upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.Áttu fallega mynd frá Stekkjarflöt eða Ullarnesbekku sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.7. Ylströndin í Garðabæ Það er ekki bara í Nauthólsvík sem er hægt að sóla sig á strönd því í Sjálandshverfi í Garðabæ er ylströnd sem Garðbæingar nýta vel á góðviðrisdögum. Ylströndin í Garðabæ er sífellt betur nýtt á góðviðrisdögum þó að margir eigi eflaust eftir að heimsækja hana.8. Rómantík í kirkjugarði Stöku ferðamannahópar liðast í gegnum Hólavallakirkjugarð en annars er garðurinn friðsæll og fáfarinn. Þar má mæla með rómantískum göngutúr sem endar á bekk með nestisbita. Í garðinum er fallegur gróður og sögur á hverju strái.Hólavallakirkjugarður er rómantískur.Vísir/Valli Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Víða á stórhöfuðborgarsvæðinu er að finna skemmtileg útivistarsvæði. Sum hver eru nýtt af íbúum í næsta nágrenni, önnur af fáum.1. Gróinn blómagarður Farðu með börnin eða barnabörnin í Grundargarð. Lítinn en vinalegan almenningsgarð við Grundargerði í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Garðurinn var opnaður árið 1973 og þar er til dæmis að finna fallegan blómagarð með steinbeðum og nýlegt leiksvæði fyrir börn.Grundargerði í Smáíbúðahverfinu er virkilega fallegur garður.2. Blak og grill í Heiðmörk Þótt Heiðmörk sé stærsta útivistarsvæði í nágrenni Reykjavíkur er það því miður lítið nýtt og mun stærra en marga grunar. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytt svæði til útivistar. Sérstaklega má mæla með Furulundi. Þetta er fjölskyldulundur búinn leiktækjum, blakvelli og grillaðstöðu. Þar eru líka bílastæði og salerni. Inn af Furulundi er Dropinn, áningarstaður með grilli, borðum og bekkjum.Furulundur í Heiðmörk er virkilega spennandi útivistarsvæði.3. Sílaveiðar og tennis í Breiðholti Auðvitað nýta Breiðhyltingar vel útivistarsvæðið í miðju Seljahverfi. Öðrum kemur svæðið skemmtilega á óvart. Þar er manngerð settjörn, Seljatjörn, og í kringum hana er vinsælt leiksvæði barna. Í garðinum er lystihús og vistvæn leiktæki fyrir börn sem finnst þó allra skemmtilegast að veiða síli í tjörninni. Í Breiðholtinu er einnig stór almenningsgarður á milli Austurbergs og Vesturbergs. Þar er til að mynda tennisvöllur fyrir áhugasama. Manngerða settjörnin í Seljahverfi gleður börn á sólríkum dögum.4. Víðáttan á Geldinganesi Þeim sem þrá að vera í algjörum friði fyrir ferðamönnum og vilja teygja úr sér á fáförnum en fögrum slóðum má ráðleggja gönguferð á Geldingarnes. Útsýnið er fallegt yfir borgina og þegar farið er yfir eiðið yfir á nesið sjálft má sunnanmegin príla í yfirgefnu skipsflaki.Þeir sem vilja ganga í ósnortinni víðáttu þar sem nánast engir eru á ferli ættu að kanna Geldinganesið.Vísir/Vilhelm5. Góð aðstaða við Hvaleyrarvatn Það er búið að vera mikið líf og fjör við Hvaleyrarvatn undanfarnar vikur. Fjölmargir hafa lagt leið sína að vatninu til að njóta þar útiveru í fallegu umhverfi. Aðstaða við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er stórbætt en skógræktin hefur lagt stíga við vatnið þannig að hægt er að ganga hringinn í kring. Í víkinni eru bekkir, grill og salernisaðstaða.Áttu fallega mynd frá Hvaleyrarvatni sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.6. Gróin leiksvæði í Mosfellsbæ Stekkjarflöt og Ullarnesbrekkur eru góðir áfangastaðir fyrir barnafjölskyldur um helgar. Leiksvæðið á Stekkjarflöt er rúmt og skemmtilegt og þar er einnig hægt að grilla. Ævintýragarðurinn sem er í Ullarnesbrekkum er fyrir alla fjölskylduna, hlaðinn spennandi leiktækjum sem skátafélagið Mosverjar setti upp. Þar er um að ræða ýmis klifur- og þrautatæki ásamt veglegum hlaupaketti sem hægt er að sveifla sér í. Einnig er klifurnet í miðjum garðinum, nálægt íþróttavellinum, sem er vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar.Áttu fallega mynd frá Stekkjarflöt eða Ullarnesbekku sem mætti fylgja þessari umfjöllun? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is.7. Ylströndin í Garðabæ Það er ekki bara í Nauthólsvík sem er hægt að sóla sig á strönd því í Sjálandshverfi í Garðabæ er ylströnd sem Garðbæingar nýta vel á góðviðrisdögum. Ylströndin í Garðabæ er sífellt betur nýtt á góðviðrisdögum þó að margir eigi eflaust eftir að heimsækja hana.8. Rómantík í kirkjugarði Stöku ferðamannahópar liðast í gegnum Hólavallakirkjugarð en annars er garðurinn friðsæll og fáfarinn. Þar má mæla með rómantískum göngutúr sem endar á bekk með nestisbita. Í garðinum er fallegur gróður og sögur á hverju strái.Hólavallakirkjugarður er rómantískur.Vísir/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira