Trump dregur í land með netöryggissveit með Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2017 10:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið. Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa dregið í land varðandi sameiginlega netöryggisstofnun Bandaríkjanna og Rússlands. Hugmyndin kom upp á fundi Trump og Vladimir Putin, forseta Rússlands, á föstudaginn og hefur orðið fyrir gífurlegri gagnrýni í Bandaríkjunum. Meðal manna sem hafa gagrýnt frumvarpið er hægri þingmaðurinn Lindsey Graham sem sagði hana ekki vera þá heimskulegustu sem hann hefði heyrt en hún væri „mjög nálægt“ því. Adam Schiff, demókrati, sagði þá hugmynd að Rússar yrðu marktækur samstarfsaðili þegar kemur að netöryggi vera „hættulega barnalega“. Þingmaðurinn Marco Rubio sagði það að stofna netöryggissveit með Rússum ekki ósvipað því að stofan Efnavopnavarnarsveit með Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem hefur margsinnis verið sakaður um beitingu efnavopna.Ash Carter, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi sagði hugmyndina „eins og maðurinn sem rændi húsið þitt stingi upp á starfshópi varðandi innbrot“. Sjálfur tísti Trump um hugmyndina í nótt, þar sem hann virtist draga í land og segir óvíst að af henni verði, þó að hann og Putin hafi rætt hana. Þar blandar hann netöryggissveitinni við vopnahlé sem samið var um í suðurhluta Sýrlands. „Það að ég og Putin hafi rætt um að stofna netöryggissveit þýðir ekki að ég haldi að hún verði stofnuð. Hún verður það ekki, en vopnahlé getur gerst og gerðist.“ Fyrr í gær hafði forsetinn tíst um hugmyndina og sagði að slík netöryggissveit gæti tæklað afskipti af kosningum.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varði hugmyndina samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar og sagði mögulega stofnun sameiginlegrar netöryggissveitar ekki vera til marks um að Bandaríkin treysti Rússlandi. Eftir fund forsetanna sagði Trump að nú væri tímabært að halda fram á við og starfa með Rússlandi. Hann hefur þó forðast að svara með afgerandi hætti hvort að hann hafi samþykkt neitun Putin varðandi afskipti af forsetakosningunum. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði eftir fundinn að Trump hefði samþykkt það að Rússar hefðu ekki reynt að hafa áhrif á kosningarnar. Putin sagði hið sama. „Hann spurði spurninga, ég svaraði. Mér sýndist hann vera ánægður með svör mín,“ sagði Putin. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði ekki beint út heldur sagði að varðandi hin meintu afskipti hefði samtal forsetanna verið eins og búast mátti við. Reince Priebus, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði hins vegar að Trump hefði ekki trúað Putin og að hann hefði verið stórum hluta fundar þeirra í að krefjast svara.Lindsay Graham um netöryggissveitina. John McCain ræðir málið.
Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira