Keflvíkingurinn Ísak Ernir Kristinsson dæmdi þá leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks í Sumardeildinni í Las Vegas.
Dallas-liðið vann leikinn 88-77 eftir að hafa verið 50-36 yfir í hálfleik.
Ísak, sem var með dómaranúmerið 124 á bakinu í leiknum, dæmdi ekki í fyrri hálfleik en tók við flautunni í seinni hálfleiknum sem Phoenix-liðið vann 41-38.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum en þar sést Ísak Ernir einmitt í seinni hálfleiknum.
„Phoenix Suns vs Dallas Mavericks. Frábær reynsla og mikil skemmtun!,“ skrifaði Ísak inn á Instagram-reikninginn sinn eftir leikinn í nótt. Ísak ræddi einmitt þetta tækifæri við Kjartan Atla Kjartansson á dögunum.
Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 25 stig fyrir Dallas í leiknum og var stigahæsti maður vallarins.
Phoenix Suns vs Dallas Mavericks. Frábær reynsla og mikil skemmtun!
A post shared by Ísak Ernir (@isakkristins) on Jul 9, 2017 at 10:19pm PDT