Óttast að þolendur vilji ekki skemma partíið með kæru Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. júlí 2017 07:00 Eistnaflug hefur verið haldin árlega síðan sumarið 2005. Mynd/Freyja Gylfadóttir Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu." Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Yfirlýsingar um að þungarokkshátíðin Eistnaflug í Neskaupsstað leggist af verði kynferðisbrot framið þar fæla þolendur frá því að kæra. Þetta segir verkefnastjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, og gagnrýnir yfirlýsingar forsvarsmanna Eistnaflugs síðustu ár. „Þetta hefur áhrif á þolendur, það er alveg klárt mál. Þolendur eru alltaf í sjálfsásökun og það er mjög ríkt í þeim að vilja ekki skemma partýið og þarna er beinlínis um það að ræða því skilaboðin eru: „þú skemmir partíið ef þú kærir." Þetta getur haft alvarleg áhrif fyrir þolendur kynferðisofbeldis og því er brýnt að þeir dragi yfirlýsinguna afdráttarlaust til baka,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson, verkefnastjóri hjá Aflinu, en samtökin voru með viðveru á Eistnaflugi fyrr í mánuðinum. Í kjölfar umræddrar yfirlýsinga Stefáns Magnússonar, upphafsmanns Eistnaflugs, hafa, á liðnum árum, gengið áskoranir á samfélagsmiðlum til skipuleggjenda annarra útihátíða með hvatningu um sams konar stefnu. Í svörum forsvarsmanna Eistnaflugs til Fréttablaðsins, vegna gagnrýni Aflsins, kemur fram að unnið sé náið með lögreglu, Heilbrigðisstofnun Austurlands og starfsmönnum Aflsins meðan á hátíðinni stendur. Þá séu gestir hennar óspart minntir á að leita eigi aðstoðar og kæra hvers kyns ofbeldi til lögreglu. „Ég gerði mér strax grein fyrir þeirri ábyrgð sem þessi yfirlýsing hafði og henni hefur ekki verið flaggað síðan ég kom fyrst að framkvæmd hátíðarinnar árið 2014 þótt hún lifi kannski einhvers staðar áfram,“ segir Karl Óttar Pétursson, framkvæmdastjóri Eistnaflugs. „Það er hins vegar alveg ljóst að hátíðinni verður ekki sjálfkrafa hætt í kjölfar eins kynferðisbrots. Örlög hátíðarinnar eru hvorki í höndum eins manns né einangraðs atviks heldur yrði slík ákvörðun alltaf tekin í stærra samhengi," segir Karl Óttar. Hann ítrekar áherslu Eistnaflugs gegn ofbeldi og að þeir sem beiti því skemmi hátíðina en ekki þolandinn sem kærir ofbeldið. Aðspurður hvort starfsfólk Aflsins hafi aðstoðað gesti hátíðarinnar vegna kynferðisofbeldis á Eistnaflugi segist Hjalti ekki geta tjáð sig um það. „Okkar hlutverk er alltaf að vernda skjólstæðinga og við erum ekki að fara í opinbera umræðu um það sem kemur fyrir þá. Vandamálið með Eistnaflug til dæmis er að þegar á sér stað nauðgun þar og hún er ekki kærð til lögreglu, þá er enginn vettvangur til að ræða málið öðruvísi en að það komi mjög illa við fólk því þá fara menn að grennslast fyrir um hver hafi orðið fyrir ofbeldinu og þá er þolandinn settur í mjög vonda stöðu."
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira