Lamar Odom: Ég notaði kókaín á hverjum einasta degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2017 07:00 Lamar Odom er kominn aftur á beinu brautina. vísir/getty Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér. NBA Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, dregur hvergi undan í pistli sem hann skrifaði fyrir vefsíðuna The Player's Tribune. Þar talar hann opinskátt um eiturlyfjafíkn sína og hvað gerðist þegar hann fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada fyrir tveimur árum. „Allir sem hafa lifað flóknu lífi, sem er markað af eiturlyfjaneyslu, eins og ég þekkja þennan vítahring; ég hélt framhjá konunni minni og alls konar rugl,“ sagði Odom sem var giftur raunveruleikaþáttastjörnunni Khloé Kardashian. „Nætur þar sem ég átti að vera sofandi en var vakandi að sniffa kókaín. Þegar hjartað hamast í brjóstinu. Þegar þú áttir að vita betur. Þegar þú ert staddur í svona rússíbanareið.“ Odom hefur lent í ýmsum áföllum á lífsleiðinni. Faðir hans var heróínfíkill og móðir hans lést þegar Odom var aðeins 12 ára gamall. Þá missti hann son sinn þegar hann var aðeins sex mánaða gamall.Odom lék lengst af með Los Angeles Lakers og varð tvívegis NBA-meistari með liðinu.vísir/gettyOdom varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010 og var valinn sjötti leikmaður ársins 2011. Eftir það lá leiðin hratt niður á við og Odom festist í viðjum fíknarinnar. Í október 2015 fannst hann svo meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada og var haldið í öndunarvél í nokkra daga. „Þegar ég vaknaði á spítalanum í Nevada gat ég ekki hreyft mig né talað. Ég var fastur inni í mínum eigin líkama. Mér var ógeðslega illt í hálsinum. Ég horfði niður og sá allar þessar slöngur koma út úr munninum á mér,“ sagði Odom sem var í dái í fjóra daga. „Á þessum tíma notaði ég kókaín á hverjum einasta degi. Ég hafði enga stjórn á þessu og vildi það ekki,“ bætti Odom við. Endurhæfingin gekk vel og Odom virðist vera kominn aftur á beinu brautina. „Ég er edrú núna en þetta er barátta á hverjum einasta degi. Ég er fíkill og mun alltaf vera fíkill. Fíknin fer aldrei í burtu. Ég meina, ég vil komast í vímu núna. En ég veit að ég get það ekki því ég vil vera til staðar fyrir börnin mín,“ sagði Odom.Frásögn Odoms má lesa með því að smella hér.
NBA Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira