Ítalski Brasilíumaðurinn Eder skoraði bæði mörk ítalska liðsins Internazionale í 2-0 sigri á Bayern München í alþjóðlega æfingamótinu International Champions Cup.
Liðin mættust á Þjóðarleikvanginum í Singapúr eða á sama velli og Bayern vann 3-2 sigur á Chelsea fyrir aðeins tveimur dögum síðan.
Eder skoraði mörkin sín í fyrri hálfleiknum og komu þau bæði með skalla. Það fyrra skoraði hann á áttundu mínútu eftir fyrirgjöf frá Antonio Candreva og það seinna á 30. mínútu eftir fyrirgjöf Króatans Ivan Perisic.
Eder er þrítugur, fæddur og uppalinn í Brasilíu en hefur búið á Ítalíu frá 2006 og er með ítalskt ríkisfang.
Eder er að fara að hefja sitt þriðja tímabil með Internazionale en hann skoraði 8 mörk í 32 leikjum í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð.
Bayern München er nú á heimleið frá Asíu en liðið tapaði þremur af fjórum æfingaleikjum sínum. Í viðbót fór Frakkinn Franck Ribéry meiddur af velli eftir aðeins hálftíma leik.
Eder afgreiddi Bayern | Erfið Asíuför fyrir Þjóðverjana
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


