Djokovic þurfti að hætta viðureign sinni gegn Tomas Berdych í fjórðungsúrslitum Wimbledon-mótsins fyrr í þessum mánuði vegna meiðsla.
Hann sagði þá að hann hefði verið að glíma við þessi meiðsli í átján mánuði. Hann segir nú að hann vilji taka sér góðan tíma til að byggja sig upp á nýjan leik.
„Ég vil spila sem atvinnumaður í tennis í fjöldamörg ár til viðbótar,“ sagði hann í tilkynningu sinni.
Djokovic hefur spilað á 51 stórmóti í röð en missir nú af Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í lok ágúst.
„Allir þeir læknar sem ég hef ráðfært mig við segja að þessi meiðsli krefjast þess að ég hvíli mig. Langt hlé er óumflýjanlegt. Ég geri allt sem ég þarf til að ná bata.“
Djokvic sem stendur í fjórða sæti heimslistans en var efstur á honum lengi vel. Hann vann þrjú stórmót af fjórum mögulegum árið 2015 og er talinn einn besti tennisleikari sögunnar.