Nýkrýndur heimsmeistari á nú tíu bestu tímana frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2017 17:33 Adam Peaty með gullið sitt. Vísir/Getty Bretinn Adam Peaty varði í kvöld heimsmeistaratitil sinn í 100 metra bringusundi og setti um leið nýtt heimsmeistaramótsmet á HM í sundi í Búdapest. Bretar unnu tvö gull í kvöld því Ben Proud vann 50 metra flugsundið. Hin ungverska Katinka Hosszú varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og hin sænska Sarah Sjöström setti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún vann 100 metra flugsund.Adam Peaty kom í mark í 100 metra bringusundinu á 57,47 sekúndum eða 0,34 sekúndum frá heimsmeti sínu. Hann kom í mark meira en sekúndu á undan næsta manni sem var Kevin Cordes frá Bandaríkjunum en þriðji varð síðan Rússinn Kirill Prigoda. Hinn 22 ára gamli Adam Peaty vann einnig Ólympíugullið í Ríó en hann tvíbætti meistaramótsmetið, fyrst í undanrásum og svo aftur í úrslitum. Eftir þessi tvo flottu sund þá á Adam Peaty nú tíu bestu tímana frá upphafi í 100 metra bringusundi sem er mögnuð staðreynd sem um leið lýsir vel hversu mikill yfirburðarmaður hann er í dag.Landi hans Ben Proud vann 50 metra flugsundið á 22,75 sekúndum en annar var Nicholas Santos frá Brasilíu og þriðji Andriy Hovorov frá Úkraínu.Sarah Sjöström vann þriðja heimsmeistaragullið í röð í 100 metra flugsundi og hefur nú unnið þessa grein fjórum sinnum á HM. Sjöström vann fyrst í Róm 2009 en hefur síðan unnið hana 2013 í Barcelona, 2015 í Kazan og svo nú 2017 í Búdapest. Sjöström kom í mark á 55,53 sekúndum en önnur var Emma McKeon frá Ástralíu og þriðja Kelsi Worrell frá Bandaríkjunum.Katinka Hosszú frá Ungverjalandi kom í mark í 200 metra fjórsundi á 2:07.00 mínútum en önnur var Yui Ohashi frá Japan og þriðja Madisyn Cox frá Bandaríkjunum. Líkt og Sjöström þá vann Hosszú einnig þessa grein á HM 2013 og HM 2015. Sund Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira
Bretinn Adam Peaty varði í kvöld heimsmeistaratitil sinn í 100 metra bringusundi og setti um leið nýtt heimsmeistaramótsmet á HM í sundi í Búdapest. Bretar unnu tvö gull í kvöld því Ben Proud vann 50 metra flugsundið. Hin ungverska Katinka Hosszú varð heimsmeistari í 200 metra fjórsundi og hin sænska Sarah Sjöström setti nýtt heimsmeistaramótsmet þegar hún vann 100 metra flugsund.Adam Peaty kom í mark í 100 metra bringusundinu á 57,47 sekúndum eða 0,34 sekúndum frá heimsmeti sínu. Hann kom í mark meira en sekúndu á undan næsta manni sem var Kevin Cordes frá Bandaríkjunum en þriðji varð síðan Rússinn Kirill Prigoda. Hinn 22 ára gamli Adam Peaty vann einnig Ólympíugullið í Ríó en hann tvíbætti meistaramótsmetið, fyrst í undanrásum og svo aftur í úrslitum. Eftir þessi tvo flottu sund þá á Adam Peaty nú tíu bestu tímana frá upphafi í 100 metra bringusundi sem er mögnuð staðreynd sem um leið lýsir vel hversu mikill yfirburðarmaður hann er í dag.Landi hans Ben Proud vann 50 metra flugsundið á 22,75 sekúndum en annar var Nicholas Santos frá Brasilíu og þriðji Andriy Hovorov frá Úkraínu.Sarah Sjöström vann þriðja heimsmeistaragullið í röð í 100 metra flugsundi og hefur nú unnið þessa grein fjórum sinnum á HM. Sjöström vann fyrst í Róm 2009 en hefur síðan unnið hana 2013 í Barcelona, 2015 í Kazan og svo nú 2017 í Búdapest. Sjöström kom í mark á 55,53 sekúndum en önnur var Emma McKeon frá Ástralíu og þriðja Kelsi Worrell frá Bandaríkjunum.Katinka Hosszú frá Ungverjalandi kom í mark í 200 metra fjórsundi á 2:07.00 mínútum en önnur var Yui Ohashi frá Japan og þriðja Madisyn Cox frá Bandaríkjunum. Líkt og Sjöström þá vann Hosszú einnig þessa grein á HM 2013 og HM 2015.
Sund Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sjá meira