Slegist um alla iðnnema Sæunn Gísladóttir skrifar 24. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. Þetta sýna tölur Vinnumálastofnunar. Skólameistari Borgarholtsskóla segir hringt í skólann og beðið eftir iðnmenntuðum nemendum. Í öllum löndum OECD er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi á framhaldsskólastigi en þeirra sem lokið hafa almennu bóknámi á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í skýrslu OECD, Menntun í hnotskurn 2016. Samkvæmt Vinnumálastofnun voru 315 manns sem lokið hafa iðnnámi atvinnulausir í júní, samanborið við 428 sem lokið höfðu stúdentsprófi. Síðustu tvö ár má sjá að fleiri sem eru með stúdentspróf hafa verið atvinnulausir en þeir sem eru iðnmenntaðir. Jafnframt eru mun fleiri atvinnulausir sem lokið hafa háskólanámi en þeir sem hafa lokið iðnnámi eða stúdentsprófi. Á síðustu tveimur árum nam hlutfall atvinnulausra sem lokið höfðu iðnnámi átta til níu prósentum, stúdentsprófi ellefu til tólf prósentum og háskólanámi 21 til 29 prósentum.Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla.vísir/GVA„Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir nemendum sem eru að brautskrást í málmiðngreinum og bíliðngreinum líka. Það er hringt og beðið eftir öllum nemendunum sem eru að ljúka námi. Það er augljóst að það vantar miklu meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið,“ segir Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. „Það er mikil eftirspurn eftir því og miklu minni eftirspurn eftir þeim sem eru í akademísku bóklegu námi.“ Það er tvímælalaust mikil ásókn í fólk sem er að klára iðnnám í Tækniskólanum að mati Jóns B. Stefánssonar, skólameistara Tækniskólans. „Allir sem vilja vinna fara að vinna, það er frekar vandamál að verið sé að taka fólk of snemma.“ Jón segir að í uppsveiflu í efnahagslífinu sé eftirspurn eftir því fólki og það hafi áhrif á skólann og aðsóknina. Jóns B. Stefánsson, skólameistari Tækniskólans.„Í uppsveiflunni eykst þrýstingurinn á að fá unga fólkið út í vinnu en svo er fólk líka að koma aftur til baka. Því flestir sem fara í iðngreinar ná sér í réttindi, það er langalgengast, þannig að þetta jafnast út,“ segir Jón. Mismunur sé milli greina og sveifla milli tímabila. „Í iðnnáminu hefur verið meiri sókn í byggingagreinar en ekki samt allar. Það vantar fólk í múrsmíði og dúklagnir.“ Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins, segir þetta í raun eina af stóru áskorununum. „Sumt horfir maður á til skemmri tíma og sér grafalvarlega stöðu sem blasir við, það er til dæmis varðandi fólk sem tengist framreiðslustörfum og öðru í ferðaþjónustu. Gríðarlegur skortur er einnig í hefðbundnum tækni- og byggingagreinum. Við sjáum þetta líka í greinum eins og kjötiðn og bakaragreinum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira