„Skip koma bara og setja fólk í land“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júlí 2017 18:45 Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt. Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af litlu eftirliti með ferðamönnum á farþegaskipum og segir að skoða verði málið með lögreglu og tollyfirvöldum. Landeigendur við Látrabjarg og ferðaþjónustuaðilar á Hornströndum hafa áhyggjur af vaxandi ágangi ferðamanna sem koma til landsins með skemmtiferðaskipum. Rekstraraðili ferðaþjónustufyrirtækis sem gerir út áætlunarsiglingar við Hornstrandir segir skrítið hversu mörg skemmtiferðaskip eru farin að koma á svæðið og með þeim sé ekkert eftirlit. „Þetta er friðlýst svæði og þetta er voðalega skrítið hvernig skip eru farin að koma hér bara og setja fólk í land og maður veit ekkert hver gefur þeim leyfi eða hvað. Ef stjórnvöld fara ekki að gera eitthvað í þessu að stoppa þetta af þá er þetta bara algjört „kaos“ og vitleysa hérna,“ segir Hafsteinn Ingólfsson, annara eigenda Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar. Met fjöldi skemmtiferðaskipa er áætlaður hingað til lands á þessu ári og mörg þeirra sigla hringinn í kringum landið með viðkomu á völdum stöðum. Landeigendafélagið við Látrabjarg vill að takmörkuð verði nálægðin sem skemmtiferðaskip mega sigla nærri friðlandinu og hafa sent umhverfisráðherra bréf þessa efnis.Óttast slys mest „Við óttumst mest að það verði eitthvað slys sem að maður vonar að verði ekki. Það er ekki hægt að bjarga neinum þarna ef að allt fer upp í bjargir,“ segir Jón Pétursson, formaður Landeigendafélagsins við Látrabjarg. Jón segir ferðamenn sem koma með skemmtiferðaskipum á svæðið skipta hundruðum og ágangur þeirra trufli lífríkið á staðnum. Umhverfisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni. „Ég hef áhyggjur af því að þarna komi skip sem hefur ekki verið tollskoðað þar sem enginn er einhvern veginn að fylgjast með hvað er að gerast og tvö hundruð manns labbi komi á gúmmíbátum þarna inn og það sé ekkert eftirlit með því,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis og auðlindaráðherra. Björt segir atvikið í gær þegar farþegar franska skemmtiferðaskipsins Le Boreal fóru í land í Veiðileysu- og Hesteyrarfirði í gær án þess að skipið væri tollafgreitt, skýrt dæmi um að eftirliti er ábótavant. „Náttúran á alltaf að vera í fyrsta sæti og við verðum að búa svo um hnútana að það sé bara ekki hægt að valsa hér inn og út eins og hverjum sýnist. Þarna er brotalöm. Það er alveg klárt og við þurfum að passa upp á að laga þetta og við þurfum að gera það með til þess bærum aðilum, með lögreglunni, með tollgæslunni og styrkja þessa innviði miklu miklu meira,“ segir Björt.
Tengdar fréttir Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17 Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57 Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Óttast umhverfisslys við Látrabjarg Landeigendafélagið við Látrabjarg hefur miklar áhyggjur af síauknum fjölda skemmtiferðaskipa að svæðinu og telur að með þessu áframhaldi sé það tímaspursmál hvenær umhverfisslys verður. 30. júlí 2017 15:17
Tvö hundruð manns hleypt í land án tollskoðunar Á annað hundrað farþegum skemmtiferðaskips var hleypt í land á friðlýstu svæði á Hornströndum í gær án þess að skipið eða farþegar þess hafi farið í gegnum tollskoðun. 30. júlí 2017 11:57
Vísaði fréttamanni frá borði Skipstjóri franska skemmtiferðaskipsins segist hafa verið með leyfi til að hleypa farþegum sínum í land á friðlandinu á Hornströndum. 30. júlí 2017 18:30