Félagsmálaráðherra vill Costco og IKEA-áhrif á íslenskan landbúnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 06:45 Costco og IKEA hafa að mati Þorsteins haft góð áhrif á vöruverð á Íslandi, áhrif sem hann vill einnig ná fram í landbúnaði. Vísir Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan. Costco Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira
Félagsmálaráðherra kallar eftir aukinni erlendri samkeppni í landbúnaði og segir löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem hlýst af innlendum matvörum sem njóta ríkisverndar. Innkoma Costco og IKEA á íslenskan markað sanni „hversu mikilvæg öflug og góð samkeppni er fyrir lífsskilyrði okkar.“ Þorsteinn Víglundsson birti í gærkvöld súlurit á Facebook-síðu sinni, sem byggir á tölum frá Numbeo, þar sem borinn er saman mánaðarlegur kostnaður matkörfu fyrir einstakling í 8 löndum; Íslandi, þremur öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Íslenska súlan, sem sjá má hér að neðan lengst til vinstri, er hæst þeirra allra. Súlurnar skiptast í tvo hluta; efri og dekkri hlutinn er kostnaður einstaklinga af innlendri matvöru sem nýtur ríkisverndar; svo sem mjólk, kjöt og osta. Hinn neðri og ljósari er til marks kostnað einstaklinga við aðra matvöru sem nýtur lítillar eða engrar verndar. Efri hluti íslensku súlunnar, fjárhæðin sem Íslendingar greiða fyrir verndaða innlenda matvöru, er umtalsvert hærri en í samanburðurlöndunum og hærri en báðir hluta súlna Þýskalands og Bretlands.Eins og sjá má á súluritinu sem Þorsteinn birti er matvælakostnaður hér á landi hærri en í samanburðarlöndunum, ekki síst fyrir sakir vernaðra innlendra landbúnaðarafurða.Þennan kostnað vill Þorsteinn lækka með aukinni erlendri samkeppni sem hann segir veita innlendum aðilum nauðsynlegt aðhald, lækki vöruverð og tryggi meira vöruúrval en ella. Vísar hann máli sínu til stuðnings í fyrrnefnda innkomu Costco á smásölumarkaðinn og IKEA - „sem hefur haft mikil og góð áhrif á vöruverð hér á landi,“ að mati Þorsteins. „Við eigum sífellt að leitast við að tryggja sem mesta samkeppni til að tryggja sem lægst vöruverð og mestan kaupmátt,“ segir Þorsteinn og bætir við að um það séu landsmenn vafalítið sammála.Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra.Vísir/VilhelmVíkur hann því næst máli sínu að „þeim mörkuðum sem enn búa við ríka vernd frá samkeppni og það háa verð sem íslenskir neytendur greiða fyrir þá vernd,“ og að hans mati er matvörumarkaðurinn þar augljóst dæmi. Íslendingar greiði langtum hærra matvælaverð en í þeim löndum sem súluritið hér að ofan nær til og stærsta hluta skýringarinnar megi rekja til verndaðrar innlendrar matvöru. Það sé hins vegar mun minni verðmunur á milli landa þegar kemur að þeim vörum sem búa við lítt eða óhefta samkeppn og það að mati Þorsteins „sýnir ótvírætt kosti samkeppninnar,“ ekki aðeins hér á landi heldur ekki síður í samanburðarlöndunum. „Fátt gæti betur tryggt Íslendingum samkeppnishæft matvælaverð en aukin samkeppni í landbúnaði. Það er löngu tímabært að horfast í augu við þann mikla kostnað sem verndin veldur íslenskum neytendum. Það er ekkert náttúrulögmál að við séum með eitt hæsta matvælaverð í heimi,“ segir ráðherrann og telur löngu tímabært að breyta þessu. „Látum hagsmuni almennings ráða för.“ Færslu Þorsteins má sjá hér að neðan.
Costco Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR Sjá meira