Ferðamenn leggja mikið á sig fyrir hjónavígslur á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Pink Iceland er meðal fyrirtækja sem bjóða ferðamönnum að gifta sig á Íslandi. Mynd/Kristín María „Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Það er heilmikið vesen fyrir fólk að ætla að gifta sig hérna, það gerist ekki einn, tveir og þrír, það er mikil pappírsvinna í kringum það. Fólk leggur talsvert á sig til að fá giftingu hér á Íslandi,“ segir Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti. „Það hefur alltaf verið eitthvað um óskir erlendra aðila undanfarin ár að gifta sig og þetta hefur aukist með auknum ferðamannastraumi,“ segir Egill. Hann segir þetta þó ekki óviðráðanlegan fjölda hjá sér að minnsta kosti. Það vakti athygli í fréttunum fyrir helgi þegar brúðgumi frá Bandaríkjunum gifti sig á stuttermabolnum á Íslandi eftir að farangurinn hans týndist. Það par er eitt af mörgum sem hefur komið til Íslands gagngert í ár til að gifta sig. „Þetta eykst eiginlega ár frá ári, mögulega á þetta sömu uppsprettu og þessi aukni ferðamannastraumur,“ segir Steinar Harðarson hjá Siðmennt. „Það er mjög oft sem beðið er um að athafnir fari fram á einhverjum fallegum stöðum þar sem náttúran er í bakgrunni,“ segir Steinar. Steinar nefnir að meðal vinsælla staða séu svæðið við Gullfoss, Reynisfjara, Skógafoss og Jökulsárlón. „Þetta er mjög mikið á fallegum náttúrustöðum á Suðurlandi og jafnvel á Snæfellsnesi og í nágrenni Vatnajökuls,“ segir Steinar. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Suðurlandi fjölgar hjónavígslum erlendra aðila stöðugt. Framan af voru það mest Þjóðverjar og Bretar að giftast, en nú eru þjóðernin fleiri og mikið um að Bandaríkjamenn, Kanadamenn og Rússar giftist hér á landi. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup Skálholtsumdæmis, finnur einnig fyrir aukningu. „Það er alveg hreinlega aukning, ég er fyrst og fremst á Þingvöllum og sé að það er þannig þar,“ segir Kristján. Kristján telur að bæði sé aukning í borgaralegum og kirkjuathöfnum. Hann segir að fólk einblíni á að gifta sig í fallegu umhverfi. „Fólk er ekki bara að leita að íslenskum litlum kirkjum, þótt sumum finnist þær krúttlegar, þetta snýst meira um tengsl við náttúruna. Athafnir eru í ýmsum kirkjum sem eru vinsælar en það er líka vegna þess að þær standa einhvers staðar á fallegu landi.“ Kristján telur að athafnir sem þessar geti haft jákvæð fjárhagsleg áhrif á kirkjur í litlum sóknum. „Ég tel víst að ef fólk skilur eftir fé til kirkna þá sé það auðvitað plús. Eins og í Þingvallakirkju, þá segi ég við fólkið að það skuli gjarnan gefa kirkjunni og það eru tekjur sem koma inn. Það hefur örugglega jákvæð áhrif.“ Egill segir einnig að eitthvað sé um það að erlendir aðilar sem gifti sig í kirkjum hér á landi gefi kirkjunni peninga eftir það. Það breyti þó ekki fjárhag kirkna enda gifti sig ekki allir í sömu kirkjunni.Vinsælir staðir fyrir hjónavígslur: Gullfoss Reynisfjara Skógafoss Seljalandsfoss Hjálparfoss Kleifarvatn Dyrhólaey Jökulsárlón Kirkjufell Þingvellir
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent