Jonathan Givony, ritstjóri vefsíðunnar DraftExpress.com, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.
2017 6'6 Icelandic wing Thorir Thorbjanrson committed to Tim Miles at Nebraska. Smart, versatile, creative 2-way guy https://t.co/YaFrdGM5bZ
— Jonathan Givony (@DraftExpress) August 7, 2017
Þórir, sem er 19 ára, hefur leikið með meistaraflokki KR frá tímabilinu 2014-15 og þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.
Á síðasta tímabili var Þórir með 10,2 stig, 3,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Þórir lék sína fyrstu A-landsleiki á Smáþjóðaleikunum í sumar. Þá var hann í lykilhlutverki í U-20 ára landsliðinu sem komst í 8-liða úrslit á EM á Krít í síðasta mánuði.