Akstur í Esjunni bara brot af vandanum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Sumir ferðamenn láta sér ekki nægja að aka bílum sínum á viðkvæmum náttúrusvæðum, heldur tjalda þar einnig. Þessi mynd var tekin sumarið 2016. Ferðamönnunum var vísað burt af svæðinu. „Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
„Utanvegaakstur er mikið vandamál og þessi uppákoma í Esjuhlíðum ekki stór í því samhengi. Á hálendinu hagar þannig til að vegir eða slóðar eru víða einbreiðir og því nauðsynlegt að fara út fyrir slóðann þegar bílar mætast, annars staðar er plássið meira,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri í Kerlingarfjöllum.Hér með fréttinni má sjá myndir sem voru teknar á Kjalvegi og í nágrenni við Kerlingarfjöll í sumar og í fyrrasumar. Þær sýna utanvegaakstur og þær afleiðingar sem hann kann að hafa. Undanfarið hefur verið fjallað mikið um bíl sem ekið var í Esjuhlíðar og olli skemmdum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að viðurlög við utanvegaakstri væru sektargreiðslur eða fangelsi allt að tveimur árum samkvæmt lögum. Yfirleitt er málum lokið með sektargreiðslum sem nema á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund krónur. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Landverndar, tekur undir það að vandinn sé mikill og hugsanlega þurfi að þyngja viðurlög með hærri sektum. „Ég sé enga ástæðu til þess að vera eitthvað sérstaklega mjúk í þessu. Því þetta er víða mikið vandamál,“ segir Snæbjörn.Sveinbjörn Halldórsson, formaður ferðaklúbbsins 4X4, segir að skilgreiningar á því hvað sé ólöglegur utanvegaakstur þurfi að vera betri. „Það er ekki til neitt sem heitir skráning á því hvað er utanvegaakstur og hvað er ekki utanvegaakstur. Þar fyrir utan þyrfti líka að vera skráning á því hvort það sé löglegur utanvegaakstur, eins og leitir, eftirleitir eða annað sem viðkemur landbúnaði eða björgunarstörfum og öðru. Vandamálið er að það er talað um utanvegaakstur en 90 prósent af honum er lögleyfður utanvegaakstur,“ segir Sveinbjörn. Hins vegar þurfi að koma i veg fyrir utanvegaakstur þar sem hann eyðileggur umhverfið. „Við leggjum mikið upp úr því við okkar félagsmenn að virða náttúruna,“ segir hann. Páll Gíslason vill vakningu til að menn haldi sig innan þeirra ramma sem vegir og slóðar marka meðan jörð er auð og snjólaus. „Svipað og herferðin Hreint land – fagurt land forðum,“ segir hann. En ráðist var í það átak fyrir nokkrum árum til að koma í veg fyrir náttúruspjöll og rusl og annan óþrifnað í bæjum og til sveita, meðfram þjóðvegum og áningarstöðum ferðamanna.Ferðamenn fara á hálendið í lengri og skemmri ferðir.Sumir ökumenn sem fara á hálendið lenda í miklum vandræðum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Laga þarf skemmdir í Esjunni með handafli Maðurinn sem ók Land Cruiser upp í Esjuna um helgina gæti átt yfir höfði sér hundraða þúsunda króna sekt. Skógræktin mun að auki krefja manninn bóta vegna skemmda. Ekki er hægt að fara með tæki upp í hlíðarnar til að lagfæra. 2. ágúst 2017 06:00