Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir að Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins, hafi traust stjórnar eins og staðan sé núna.
ÍA steinlá fyrir Val, 6-0, í 13. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi.Þetta var stærsta tap ÍA í deildakeppni í sögu félagsins. Skagamenn hafa núna tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 0-9.
„Hann hefur fullt traust stjórnar eins og staðan er núna en við munum funda í stjórninni og fara yfir málin,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í morgun. Að hans sögn mun stjórn knattspyrnudeildar funda seinni partinn í dag.
ÍA situr í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Næsti leikur ÍA er gegn KR á heimavelli eftir viku.
"Gunnlaugur með fullt traust stjórnar eins og staðan er núna“

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 6-0 | Leikur kattarins að músinni
Valsmenn rúlluðu yfir botnlið ÍA í Pepsi-deild karla í kvöld og náðu átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Stærsta tap ÍA frá upphafi
Eitt sigursælasta lið íslenskrar knattspyrnu fékk slæma útreið í gærkvöldi.

Gulli Jóns: Stjórnin þarf að spá í málin
Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, var ekki sáttur eftir 6-0 tap sinna manna gegn toppliði Vals í Pepsi deild karla í kvöld. Hann segist ekki óttast um stöðu sína eins og er, en stjórnin þurfi að spá í málin eftir þessa útreið.