Hægt og milt veður í kortunum en lítill hiti Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Veðrið mun ekki setja strik í reikninginn samkvæmt langtímaspánni. Þjóðhátíð mun fara fram í rólegu veðri og hægum vindi. vísir/vilhelm „Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira
„Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Sjá meira