Hægt og milt veður í kortunum en lítill hiti Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Veðrið mun ekki setja strik í reikninginn samkvæmt langtímaspánni. Þjóðhátíð mun fara fram í rólegu veðri og hægum vindi. vísir/vilhelm „Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
„Vikan lítur vel út. Hægur vindur, smá skúrir en annars milt og fínt. Sól við og við,“ segir veðurfræðingurinn Arnór Tumi Jóhannsson á Veðurstofunni. Spáin um verslunarmannahelgina fyrir landið allt er svipuð. Enginn einn staður sker sig úr. Á suðurströndinni er gert ráð fyrir vestanátt og ekki útilokað að sólin kíki við og heilsi upp á gesti á Þjóðhátíð. „Þetta verður meinlaus vestanátt. Kortið sýnir að vindurinn verði 5-10 metrar á sekúndu og ekki útilokað að sólin gægist fram úr skýjunum. Hitinn verður frá 10-12 stigum, úrkomulítið og bjart með köflum. Þetta sýnist mér verða bara dásamlegt ágústveður – það gæti verið mun verra,“ segir hann. Sem fyrr er búist við miklum mannfjölda í Vestmannaeyjum þar sem Þjóðhátíð fer fram. Þá er einnig búist við drullugóðri skemmtun á Vestfjörðum þar sem sparkað verður í Mýrarboltann. Í Reykjavík verður Innipúkinn með allri sinni gleði, á Flúðum verða Todmobile, Made in sveitin, Stuðlabandið og Á móti sól. Þá verður unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. En það er sama hvert litið er, veðrið er keimlíkt samkvæmt langtímaspá. Lítill vindur, milt og fínt ágústveður og smá sólarglæta. „Ég er sjálfur þannig að ef það er ekki rok og rigning þá er mér persónulega alveg sama,“ segir Arnór. „Það er fínt veður í kortunum fyrir landið allt, hægur vindur og lítil úrkoma. Smá skúrir en ekkert til að kvarta yfir. Það verður bjart með köflum og samkvæmt því sem kortin eru að sýna okkur þá mun sjást til sólar. Hitinn verður yfir daginn um 10-16 stig þannig að þetta lítur mjög vel út,“ segir hann. Þeir sem ætla að elta sólina og góða veðrið geta því andað léttar og valið sér hátíð þar sem dagskráin hentar hverjum og einum. Af nægu er að taka.UppfærtTexti um fjölskylduhátíðina á Flúðum lagfærður þar sem fyrir mistök var miðað við dagskrána í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira