Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 08:30 Hlutabréf Icelandair hafa lækkað um 28 prósent eftir að félagið gaf út kolsvarta afkomuviðvörun 1. febrúar. vísir/pjetur Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. Síðan þá hefur gengi hlutabréfa í félaginu lækkað um 28 prósent. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa í flugfélaginu í lok janúarmánaðar, sem Markaðurinn hefur séð, fór vogunarsjóðurinn af hluthafalista Icelandair í mánuðinum. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Opportunity Investments, sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 22,5 milljónir hluta. Miðað við að bréf félagsins voru alla jafna að ganga kaupum og sölum á genginu 22 krónur á hlut í janúar má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi selt hlut sinn fyrir um 495 milljónir. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins hefur Taconic Capital jafnframt losað um alla eignarhluti sína í öðrum skráðum félögum hér á landi það sem af er árinu. Sjóðurinn hóf að gera sig gildandi á íslenskum hlutabréfamarkaði í fyrra með kaupum á bréfum í Reitum fasteignafélagi, Icelandair Group, Högum, Marel, Eik fasteignafélagi og N1. Þrátt fyrir að sú fjárfesting hafi á þeim tíma samanlagt numið milljörðum króna, þá voru kaup sjóðsins í hverju félagi fyrir sig ekki af þeirri stærðargráðu að þau skiluðu honum á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa. Vogunarsjóðurinn á mikilla hagsmuna að gæta hér á landi sem langsamlega stærsti einstaki hluthafi eignarhaldsfélagsins Kaupþings, með tæplega fjörutíu prósenta hlut, sem og stór eigandi í Arion banka með 9,99 prósenta hlut. Í kolsvartri afkomuviðvörun sem Icelandair Group sendi frá sér 1. febrúar síðastliðinn kom fram að EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta – myndi lækka um 60 til 70 milljónir dala og verða á bilinu 140 til 150 milljónir dala. Vísað var til þess að bókanir hefðu verið hægari en gert var ráð fyrir og að meðalfargjöld á mörkuðum hefðu lækkað umfram spár. Stjórnendur félagsins hækkuðu í síðasta mánuði spána í 150 til 160 milljónir dala. Hlutabréf flugfélagsins hafa hríðfallið í verði eftir að félagið sendi frá sér umrædda afkomuviðvörun. Alls nemur lækkunin um 28 prósentum. Bréfin meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Markaðir Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira