Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokks ætla ekki að kynna sér skjöl í máli Roberts Downey Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:26 Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir stjórnleysi ríkja í nefndinni. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gengu út af fundi nefndarinnar í gær þegar kynna átti gögn í máli Roberts Downey. Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“ Uppreist æru Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefur ákveðið að kynna sér þau gögn í máli Roberts Downey sem nefndin hefur til umfjöllunnar. Það eru því einungis fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem ætla sér ekki að kynna sér gögnin. Meirihluti nefndarinnar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gekk út af fundi hennar í gær áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Björt framtíð á engan fulltrúa í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, utan Brynjars, eru Hildur Sverrisdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson. „Uppreist æru og mál Róbert Downey hefur vakið mikla umræðu og athygli. Er það ekki að ósekju. Kastljósinu hefur verið beint að gömlum reglum og stjórnsýsluhefð og í ljós hefur komið að hvort tveggja stenst ekki tímans tönn og þær kröfur sem gera verður til sanngirni, réttlætis og gagnsæis. Um þetta eru flestir, ef ekki allir, sammála,“ skrifar Jón Steindór á Facebook síðu sinni. Hann segir að Þingmenn Viðreisnar muni taka þessar reglur til heildarendurskoðunar og færa til nútímahorfs. Sjá einnig: Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni „Það verkefni ætti að geta unnist hratt og vel í góðri sátt á Alþingi enda málið ekki í eðli sínu þannig að flokkapólitík eigi að tefja fyrir.“ „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins hefur haft þessi mál til skoðunar af gefnu tilefni sem er mál Róberts Downey. Sjálfur sit ég í þeirri nefnd en gat ekki sótt síðasta fund. Af fréttum að dæma og þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér fór sá fundur ekki eins og best verður á kosið og er það miður. Málið má ekki detta í farveg pólitískra skylminga og deilna sem færir umræðuna frá kjarna máls. Þeir sem líða vegna brota Róberts og annarra af svipuðu sauðahúsi eiga það ekki skilið.“ Hann segir að í ljósi þess muni hann óska eftir því á næsta fundi nefndarinnar að fá aðgang að öllum gögnum málsins og ætli að kynna sér þau til hlítar. „Þannig tel ég mig, að vel ígrunduðu máli, best fá fast land undir fætur til frekari umfjöllunar um málið.“
Uppreist æru Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira