„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 13:24 Hjólreiðahópurinn vinkaði Villa er hann ók framhjá þeim á trukknum. Skjáskot Leiðsögumaðurinn Villi Goði keyrði fram á lautarferð við Úlfljótsvatn í fyrradag. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hún átti sér ekki stað í gróðursælum lundi eða á tjaldsvæðinu - heldur á veginum sjálfum. Um var að ræða hóp hjólreiðamanna sem Villi segir að hafi verið hinn rólegasti - þrátt fyrir töluverða umferð. Villi birti myndband af hópnum á Facebook-síðu sinni enda segist hann hafa verið gáttaður á uppátæki hjólreiðamannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hópurinn hafi ekki einungis ákveðið að vera á veginum heldur á hættulegum hluta hans í þokkabót. Skömmu eftir að Villi hafði keyrt framhjá kom bíll á miklum hraða aðvífandi og gera má ráð fyrir því að hann hafi séð hópinn seint, komandi úr beygju.„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt allt saman,“ segir Villi. „Vinka bílunum í stað þess að koma sér af veginum. Halda þau að þau séu ónæm fyrir dauða?“ spyr hann. Þrátt fyrir að Villi starfi sem leiðsögumaður og hafi marga fjöruna sopið í þessum efnum segist hann aldrei hafa keyrt fram á jafn stóran hóp fólks sem staðnæmst hefur á veginum. Í hans tilfelli hafi það einna helst verið ferðamenn sem leggja bílum sínum til að taka myndir af norðurljósunum sem valdið hafa óþægindum. „Þetta er bara gegnumgangandi vesen á þjóðvegum landsins,“ segir Villi og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma skilaboðum til fólks; Íslendinga sem útlendinga, jafnt hjólandi sem akandi, um hætturnar sem af þessum uppátækjum kann að stafa. „Þetta er varla eitthvað sem ætti að þurfa að koma skila. Þetta er bara „kommon sens,““ segir Villi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Villi Goði keyrði fram á lautarferð við Úlfljótsvatn í fyrradag. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hún átti sér ekki stað í gróðursælum lundi eða á tjaldsvæðinu - heldur á veginum sjálfum. Um var að ræða hóp hjólreiðamanna sem Villi segir að hafi verið hinn rólegasti - þrátt fyrir töluverða umferð. Villi birti myndband af hópnum á Facebook-síðu sinni enda segist hann hafa verið gáttaður á uppátæki hjólreiðamannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hópurinn hafi ekki einungis ákveðið að vera á veginum heldur á hættulegum hluta hans í þokkabót. Skömmu eftir að Villi hafði keyrt framhjá kom bíll á miklum hraða aðvífandi og gera má ráð fyrir því að hann hafi séð hópinn seint, komandi úr beygju.„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt allt saman,“ segir Villi. „Vinka bílunum í stað þess að koma sér af veginum. Halda þau að þau séu ónæm fyrir dauða?“ spyr hann. Þrátt fyrir að Villi starfi sem leiðsögumaður og hafi marga fjöruna sopið í þessum efnum segist hann aldrei hafa keyrt fram á jafn stóran hóp fólks sem staðnæmst hefur á veginum. Í hans tilfelli hafi það einna helst verið ferðamenn sem leggja bílum sínum til að taka myndir af norðurljósunum sem valdið hafa óþægindum. „Þetta er bara gegnumgangandi vesen á þjóðvegum landsins,“ segir Villi og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma skilaboðum til fólks; Íslendinga sem útlendinga, jafnt hjólandi sem akandi, um hætturnar sem af þessum uppátækjum kann að stafa. „Þetta er varla eitthvað sem ætti að þurfa að koma skila. Þetta er bara „kommon sens,““ segir Villi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Sjá meira