Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 13:44 Brynjar Níelsson segir að þeir sem uppfylli skilyrði laga um uppreist æru fái hana veitta. Vísir/Vilhelm Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið. Uppreist æru Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið.
Uppreist æru Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira