Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 10:36 Fólk þurfti að klæðast hlífðarbúnaði í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í nótt enda nóróveirusýkingin bráðsmitandi. Vísir/JKJ Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent