Stóðhesturinn Grani fékk fyrsta gullið Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Grani er fyrsti hesturinn frá Torfunesbúinu í Þingeyjarsveit sem vinnur gullverðlaun á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Mynd/ Krijn Buijtelaar Nítján íslensk hross voru flutt til Hollands vegna heimsmeistarakeppni íslenska hestsins sem fer fram í bænum Oirschot þessa dagana. Íslensk lög koma í veg fyrir að þau verði flutt aftur heim og því verða þau öll seld. Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir að vel horfi með sölu. „Það er ekki búið að selja þau öll en eitthvað af því er í gerjun og þetta fer allt svolítið af stað þegar byrjað er að keppa. Einhver þeirra voru að fara í læknistékk út af sölu og ég held að það líti nú bara vel út með að það klárist,“ segir Páll Bragi. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins fór fram í fyrradag og í gærmorgun var kynbótasýning á fimm vetra stóðhestum. Þar vann Grani frá Torfunesi til gullverðlauna. Grani er frá ræktunarbúinu Torfunesi og er fyrsti hesturinn þaðan sem vinnur til verðlauna. Hesturinn er núna í eigu hinnar dönsku Cecille Catharina Langvad Færch. Í gær var keppt í tölti og svo var gæðingaskeið um kvöldið. Páll Bragi segir að mótið gangi vel að mestu. „Menn eru jákvæðir og standa saman í þessu en við tökum bara einn dag í einu. Þetta er allt svona eins og við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sigurður V. Matthíasson er einn íslensku þátttakendanna á mótinu. Hann hefur nánast tekið þátt í hverju einasta heimsmeistaramóti allt frá árinu 1993. Hann lætur vel af Hollendingum sem skipuleggjendum. „Það eru frábærar aðstæður hérna og þetta er vel undirbúið hjá þeim, Hollendingar eru að gera þetta vel,“ segir hann. Íslenski keppendahópurinn samanstendur af sjö fullorðnum knöpum, auk fjögurra annarra heimsmeistara sem eru úti til að verja sína titla, segir Sigurður. Þá taka fimm ungmenni þátt í mótinu. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Nítján íslensk hross voru flutt til Hollands vegna heimsmeistarakeppni íslenska hestsins sem fer fram í bænum Oirschot þessa dagana. Íslensk lög koma í veg fyrir að þau verði flutt aftur heim og því verða þau öll seld. Páll Bragi Hólmarsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins, segir að vel horfi með sölu. „Það er ekki búið að selja þau öll en eitthvað af því er í gerjun og þetta fer allt svolítið af stað þegar byrjað er að keppa. Einhver þeirra voru að fara í læknistékk út af sölu og ég held að það líti nú bara vel út með að það klárist,“ segir Páll Bragi. Setningarathöfn heimsmeistaramótsins fór fram í fyrradag og í gærmorgun var kynbótasýning á fimm vetra stóðhestum. Þar vann Grani frá Torfunesi til gullverðlauna. Grani er frá ræktunarbúinu Torfunesi og er fyrsti hesturinn þaðan sem vinnur til verðlauna. Hesturinn er núna í eigu hinnar dönsku Cecille Catharina Langvad Færch. Í gær var keppt í tölti og svo var gæðingaskeið um kvöldið. Páll Bragi segir að mótið gangi vel að mestu. „Menn eru jákvæðir og standa saman í þessu en við tökum bara einn dag í einu. Þetta er allt svona eins og við vildum hafa þetta,“ segir hann. Sigurður V. Matthíasson er einn íslensku þátttakendanna á mótinu. Hann hefur nánast tekið þátt í hverju einasta heimsmeistaramóti allt frá árinu 1993. Hann lætur vel af Hollendingum sem skipuleggjendum. „Það eru frábærar aðstæður hérna og þetta er vel undirbúið hjá þeim, Hollendingar eru að gera þetta vel,“ segir hann. Íslenski keppendahópurinn samanstendur af sjö fullorðnum knöpum, auk fjögurra annarra heimsmeistara sem eru úti til að verja sína titla, segir Sigurður. Þá taka fimm ungmenni þátt í mótinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira