Tala látinna í Texas fer hækkandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2017 23:06 Þrettán eru látnir vegna fellibylsins Harvey. Vísir/afp Lögregluyfirvöld í Texas staðfestu í dag að þrettán eru látnir vegna fellibylsins Harvey að því er fram kemur á vef New York Times. Lögreglan í Houston hefur bjargað um 3500 úr hamfaraflóðum síðan hitabeltisstormurinn skall á. Auk þess sagði Samuel Peña, slökkviliðsstjórinn í Houston að slökkviliðsmönnum hefði tekist að bjarga um fjögur hundruð manns.Úrkomumet slegiðVeðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. Úrkomumet á meginlandi Bandaríkjanna hefur verið slegið.Vísir/afpLögreglumaður fórst á leið til vinnuLögreglumaðurinn Steve Perez drukknaði í Houston á sunnudag þegar hann reyndi að komast til vinnu í miðju flóði. Leit hefur staðið yfir að manninum en í dag var það staðfest að hann drukknaði í bílnum sínum inni í undirgöngum. Þetta kemur fram á vef CNN. Eiginkona Perez á að hafa grátbeðið hann um að halda kyrru fyrir en að hann hafi ekki látið segjast. „Ég á mikið verk fyrir höndum,“ á lögreglumaðurinn að hafa sagt áður en hann fór.Sex manna fjölskylda talin afVísir greindi frá því í gær að lögreglustjórinn í Texas óttaðist að sex manna fjölskylda hefði látist í hamfaraflóðunum. Ættingjar segja fjögur börn, auk afa þeirra og ömmu, vera talin af, eftir að sendibíllinn sem þau reyndu að flýja flóðið í, sogaðist út í á og sökk. Frændi barnanna, sem ók bílnum, slapp með naumindum út um glugga bílsins. Börnin voru á aldrinum sex, átta, fjórtán og sextán. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16 Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Íbúar í Lúisíana búa sig undir flóð þar sem leifar hitabeltsinsstormsins Harvey stefna þangað. Úrhelli er áfram spáð í Houston sem er þegar á floti. 29. ágúst 2017 11:25 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Texas staðfestu í dag að þrettán eru látnir vegna fellibylsins Harvey að því er fram kemur á vef New York Times. Lögreglan í Houston hefur bjargað um 3500 úr hamfaraflóðum síðan hitabeltisstormurinn skall á. Auk þess sagði Samuel Peña, slökkviliðsstjórinn í Houston að slökkviliðsmönnum hefði tekist að bjarga um fjögur hundruð manns.Úrkomumet slegiðVeðurstofa Bandaríkjanna greindi frá því í dag að úrkomumet vegna eins og sama fellibylsins hefði verið slegið á meginlandi Bandaríkjanna. Tvær veðurstofur hafa mælt yfir tólf hundruð millimetra úrkomu. Úrkomumet á meginlandi Bandaríkjanna hefur verið slegið.Vísir/afpLögreglumaður fórst á leið til vinnuLögreglumaðurinn Steve Perez drukknaði í Houston á sunnudag þegar hann reyndi að komast til vinnu í miðju flóði. Leit hefur staðið yfir að manninum en í dag var það staðfest að hann drukknaði í bílnum sínum inni í undirgöngum. Þetta kemur fram á vef CNN. Eiginkona Perez á að hafa grátbeðið hann um að halda kyrru fyrir en að hann hafi ekki látið segjast. „Ég á mikið verk fyrir höndum,“ á lögreglumaðurinn að hafa sagt áður en hann fór.Sex manna fjölskylda talin afVísir greindi frá því í gær að lögreglustjórinn í Texas óttaðist að sex manna fjölskylda hefði látist í hamfaraflóðunum. Ættingjar segja fjögur börn, auk afa þeirra og ömmu, vera talin af, eftir að sendibíllinn sem þau reyndu að flýja flóðið í, sogaðist út í á og sökk. Frændi barnanna, sem ók bílnum, slapp með naumindum út um glugga bílsins. Börnin voru á aldrinum sex, átta, fjórtán og sextán.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00 Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16 Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Íbúar í Lúisíana búa sig undir flóð þar sem leifar hitabeltsinsstormsins Harvey stefna þangað. Úrhelli er áfram spáð í Houston sem er þegar á floti. 29. ágúst 2017 11:25 Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39 Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55 Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Óttast að þeir muni finna fjölda líka í Houston Talið er að sex meðlimir einnar fjölskyldu, þar af fjögur börn, hafi dáið þegar bíll þeirra varð fyrir flóðbylgju. 28. ágúst 2017 22:00
Trump heldur til Texas á þriðjudag Yfir tvö þúsund hefur verið bjargað frá hamfaraflóðunum í Texas. Búið er að staðfesta þrjú dauðsföll af völdum fellibylsins en talið er að þau séu mun fleiri. 28. ágúst 2017 00:16
Harvey ber áfram í bakkafullan lækinn í Houston Íbúar í Lúisíana búa sig undir flóð þar sem leifar hitabeltsinsstormsins Harvey stefna þangað. Úrhelli er áfram spáð í Houston sem er þegar á floti. 29. ágúst 2017 11:25
Viðbragðsaðilar að drukkna í hjálparbeiðnum Þúsundum símtala rignir yfir lögreguna, slökkviliðið og strandgæsluna í Texas. 29. ágúst 2017 07:39
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56
Ógnarkraftar fellibyljanna varpa ljósi á loftslagsbreytingar Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, telur að kraftur fellibyljanna á Atlantshafssvæðinu varpi ljósi á loftslagsbreytingar. Bara við eina gráðu í aukningu sjávarhita eykst geta og kraftur fellibylja til mikilla muna. Það hafi sést greinilega á því hversu skyndilega Harvey var orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann gekk á land. Í samtali við Vísi segir Einar að líklegt sé að stærri fellibyljum muni koma til með að fjölga vegna kyndiáhrifa og hækkandi sjávarhita. 27. ágúst 2017 20:55
Sér fram á dýrustu uppbyggingu í sögu Bandaríkjanna Til umræðu er innan raða þingmanna Repúblikanaflokksins að fjárhagsaðstoð vegna fellibylsins Harvey verði með þeim hætti að fé verði veitt í áföngum í stað þess að ein stór greiðsla verði innt af hendi. Þetta þýðir að nokkur töf geti orðið á veittri fjárhagsaðstoð. 29. ágúst 2017 21:48