Veðurstofan gerir ráð fyrir því að hitinn í dag muni vera á bilinu 7 til 17 stiga, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi en einna hlýjast syðst á landinu.
Íbúar á Norður- og Austurlandi mega gera ráð fyrir súld eða dálítilli rigningu í dag en það mun létta smám saman til sunnan- og vestanlands. Þá er gert ráð fyrir norðan fimm til tíu metrum á sekúndu sem færist til vesturs á morgun.
Þá verður léttskýjað og hitinn á bilinu 12 til 17 stig. Það verður skýjað með vesturströndinni og er þar gert ráð fyrir 10 stiga hita.
Spáin verður á þessu róli út vikuna en á laugardag gerir Veðurstofan ráð fyrir allt að 20 stiga hita. Heitast verður á Austurlandi en þar er jafnframt gert ráð fyrir að verði þurrt og bjart.
Meira á veðurvef Vísis.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestlæg átt 3-8 m/s, víða léttskýjað og hiti 12 til 17 stig. Skýjað og líkur á þokumóðu með vesturströndinni og hiti 10 til 12 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Suðvestan 5-13. Skýjað að mestu og smásúld á köflum, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag:
Suðvestan og sunnan 5-13. Rigning eða súld á vestanverðu landinu, en þurrt og bjart austantil. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast austanlands.
Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomuminna og hlýtt á Norður- og Austurlandi.
20 stiga hiti handan við hornið
Stefán Ó. Jónsson skrifar
