Júlídeilan 28. ágúst 2017 07:00 Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Júlídeilan íslenska er eins og fyrsta haustlægðin, jafn óvænt og hún er fyrirsegjanleg. Hún er alltaf upp á líf og dauða, háð til síðasta manns og barist um hvert hús. Hún er knúin áfram af einhvers konar blöndu af leiðindum og lífsgleði. Júlísólin skín á okkur alla daga og allar nætur og tilveran rennur saman í eitt mók. Landsmenn eru á þönum við að slaka á. Stundum verður slökunin of yfirþyrmandi; og fólk sér ekki fram á að komast yfir alla þessa slökun og þá er tilvalið að demba sér í gott rifrildi um málefni sem manni er eiginlega alveg sama um.„Enn eitt dæmið…“ Júlídeilan getur snúist um hundahald, lambakjöt, stafsetningu, göngugötur, lúpínu, lausagöngu katta – nánast hvaðeina. Deilan er jafnan marglaga; og snýst oft um eitthvað annað en hún er um; iðulega er hún um eitthvað sem aldrei er nefnt, kannski jafn einfaldan hlut og gagnkvæma andúð. Stundum liggur djúp sprunga undir ágreiningsefninu: sjálfsmynd þjóðar, sveit gegn borg, fyrirkomulag atvinnulífsins. Og auðvitað liggur þarna að baki ágreiningur um það hvernig Íslendingar sjá sig sem þjóð meðal þjóða; hvað tíðkast hjá öðrum þjóðum – sem er þá algild mælistika á rétt og rangt: „Aðrar þjóðir hafa þetta ekki svona,“ segir þá einhver ábúðarmikil rödd og við hin kinkum þá óðara kolli yfir því og sjáum undir eins að þetta getur ekki gengið svona. Júlídeilan er oft um umhugsunarverð og jafnvel skemmtileg efni en hún er háð af heift, ágreiningur er dreginn fram og pússaður af alúð og natni og reynt er að sneyða hjá framsetningu sem kynni að leiða til sameiginlegrar niðurstöðu, ekki síst með þeirri aðferð að hafa sjálfan samræðugrundvöllinn síkvikan. Umfram allt þarf maður að hafa mjög ákveðna en um leið óljósa skoðun. Maður þarf að setja hana fram á umbúðarlausan og ögrandi hátt, helst með dálitlum skammti af skætingi. Allir þátttakendur umræðunnar eru sárhneykslaðir: hver á öðrum, á málefninu, á því „hvernig þetta er alltaf hreint hérna hjá okkur“, á því hvernig viðkomandi mál er „enn eitt dæmið“ um eitthvað sem er ekki gott – að ógleymdri „íslenskri umræðuhefð“. Alltaf er vitnað í kaflann í Innansveitarkróniku um hana og hinn aðilinn talinn sá sem setur hljóðan þegar kemur að kjarna málsins. Að afstaðinni deilu verða allir aðilar svolítið kindarlegir, eins og fólk sem hefur gert einhvern óskunda á fylliríi en man ekki fyllilega hvað það var. Ágúst er þá notaður til að jafna sig áður en siglt er inn í september, og vinnuna.Veggurinn Að þessu sinni snerist Júlídeilan um vegg á Skúlagötu fjögur. Rokkhátíð sem kennir sig við íslenskar öldur ljósvakans stóð fyrir því fyrir nokkrum árum að máluð var mynd á þennan vegg af sjómanni, sem var skemmtilegt framtak og vel við hæfi, enda húsið í seinni tíð verið athvarf fyrir alls konar umsýslu sem tengist sjávarútvegi. Sjálfur tengi ég þó húsið ævinlega við starfsemi Ríkisútvarpsins og þá einkum Fréttastofuna þar sem móðir mín vann. Mér hefði því fundist fara vel á mynd af henni á téðum vegg og Ragnheiði Ástu og Jóni Múla. En sjómaður var það. Svo var málað yfir myndina. Einhvern veginn kvisaðist að íbúi þar í grennd, Hjörleifur Guttormsson, hefði ítrekað kvartað til borgaryfirvalda vegna myndarinnar, vitnað í alls konar pergament og paragrafa af sinni alkunnu málafylgju og krafist þess að myndin yrði fjarlægð. Fólk dró þá ályktun að hin deiga borgarstjórn hefði orðið við umleitunum Hjörleifs og varð málið fljótlega í huga margra að „enn einu dæminu“. Þetta var dæmi um eftirlátssama borgarstjórn – um bannóða borgarstjórn – um áhrif og völd frekra karla; bannáráttu gamalla kommúnista sem ekki vilja lit og líf í samfélaginu heldur bara gráma og einhæfni. Hjörleifur svaraði fullum hálsi og beindi spjótum sínum einkum að fréttastofu Ríkisútvarpsins, sennilega vegna þess að hann skrifaði í Moggann og hefur talið sig þurfa að næra hina landskunnu þráhyggju ritstjórans um téða fréttastofu. Allt logaði á Facebook og twitter lækóhólistarnir þar kepptust við að skrifa sem hnyttnasta statusa um Hjörleif, sem hafði svo sem ekki gert annað en að nýta sér borgaraleg réttindi sín og kvarta yfir því sem honum þótti miður fara. Skyndilega var skollin á sígild Júlídeila, þar sem öllum var mjög heitt í hamsi og skothríðin dundi úr öllum hornum – og í öll horn. Málið var „enn eitt dæmið“. Fólk skiptist í fylkingar eftir því hvort því þótti viðkomandi mynd falleg eða ljót, smekklaus eða verðugur minnisvarði. Sumir töldu að þarna kæmi fram andúð fulltrúa gilda hins gamla sveitasamfélags á táknmynd sjávarútvegsins sem gegnum aldirnar hefði einn skapað verðmæti hér á landi. Aðrir sáu málið sem tilraun valdsins til að binda hina skapandi hönd og hefta tjáningarfrelsið. Enn aðrir töldu veggmyndina listrænan átroðning og særandi fyrir fegurðarskyn þess sem mátti daglega horfa upp á þessa fyrirmunun. Allir sem tóku til máls töluðu um „enn eitt dæmið“. Smám saman hljóðnaði svo deilan og fólk varð uppiskroppa með ný ádeiluefni varðandi þessa lítilfjörlegu mynd og Hjörleif. Og enginn tók eftir því þegar heyrðist lágmælt skýring frá hússtjórn Skúlagötu fjögur. Það kom sem sé á daginn að kominn hafði verið tími á viðhald hússins, myndin að verða ónýt enda ekki gerð til að endast lengur en nokkur ár – og því hafði hússtjórnin tekið þá ákvörðun að mála vegginn bara hvítan. Og þangað til kemur að næstu mynd – næstu deilu – þurfum við að horfa á hvítan vegginn og hugsa upp næsta dæmi um „enn eitt dæmið“.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun