Viðvörun um banvæn skyndiflóð gefin út í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2017 07:21 Búist var við allt að 5-7 sentímetra úrkomu á klukkustund í Houston í gær. Vísir/AFP Regn úr hitabeltisstorminum Harvey heldur áfram að berja Texas í Bandaríkjunum og varar Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston við banvænum skyndiflóðum af völdum hennar. Staðfest er að tveir hafi látist í hamförunum. Gríðarleg úrkoma hefur fylgt Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld en er nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segir að í borgunum Houston og Corpus Christi hafi 50 sentímetra úrkoma þegar fallið. Von gæti verið á 40 sentímetrum til viðbótar áður en storminum slotar um miðja viku.Harvey skilur eftir sig slóð eyðileggingar.Vísir/AFPÖflugasti stormurinn í hálfa öldÞúsundir manna eru án rafmagns í ríkinu og veðurofsinn hefur hamlað björgunarstarfi. Tveir hafa látist fram að þessu, í Houston og í nágrenni borgarinnar Rockport, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Reuters-fréttastofan segir að í Houston hafi kona látist í bíl sínum þegar hún ók eftir götu sem vatn hafði flætt yfir. Í Rockport fórst manneskja í eldi í húsi. Átján hundruð hermenn hafa verið ræstir út til að hjálpa við björgunarstarf og viðgerðir. Veðurstofan hefur jafnframt varað við því að stormurinn sé svo öflugur að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. Reuters segir að Harvey sé öflugasti stormur í Texas í fimmtíu ár.Miklar skemmdir urðu á baptistakirkju í Rockport. Borgin er sögð hafa orðið einna verst úti í hamförunum.Vísir/AFP Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Regn úr hitabeltisstorminum Harvey heldur áfram að berja Texas í Bandaríkjunum og varar Veðurstofa Bandaríkjanna í Houston við banvænum skyndiflóðum af völdum hennar. Staðfest er að tveir hafi látist í hamförunum. Gríðarleg úrkoma hefur fylgt Harvey sem var öflugur fellibylur þegar hann gekk á land í Texas á föstudagskvöld en er nú flokkaður sem hitabeltisstormur. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, segir að í borgunum Houston og Corpus Christi hafi 50 sentímetra úrkoma þegar fallið. Von gæti verið á 40 sentímetrum til viðbótar áður en storminum slotar um miðja viku.Harvey skilur eftir sig slóð eyðileggingar.Vísir/AFPÖflugasti stormurinn í hálfa öldÞúsundir manna eru án rafmagns í ríkinu og veðurofsinn hefur hamlað björgunarstarfi. Tveir hafa látist fram að þessu, í Houston og í nágrenni borgarinnar Rockport, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Reuters-fréttastofan segir að í Houston hafi kona látist í bíl sínum þegar hún ók eftir götu sem vatn hafði flætt yfir. Í Rockport fórst manneskja í eldi í húsi. Átján hundruð hermenn hafa verið ræstir út til að hjálpa við björgunarstarf og viðgerðir. Veðurstofan hefur jafnframt varað við því að stormurinn sé svo öflugur að sum svæði verði óíbuðarhæf í fleiri mánuði. Reuters segir að Harvey sé öflugasti stormur í Texas í fimmtíu ár.Miklar skemmdir urðu á baptistakirkju í Rockport. Borgin er sögð hafa orðið einna verst úti í hamförunum.Vísir/AFP
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39 Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19 Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31 Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Sjá meira
Öflugasti fellibylurinn í þrettán ár Versta óveður sem skollið hefur á meginlandi Bandaríkjanna í rúman áratug varð í nótt og dag þegar fellibylurinn Harvey gekk yfir landið. Yfir tvö hundruð þúsund manns eru án rafmagns. Neyðarástandi var lýst yfir í fimmtíu ríkjum þar sem samgöngur lömuðust og þúsundir neyddust til að flýja heimili sín vegna veðurofsans. 26. ágúst 2017 20:39
Aðstæður víða of hættulegar til björgunar Fellibylurinn Harvey gekk á land í Texas í nótt, sá öflugasti í Bandaríkjunum í 12 ár. 26. ágúst 2017 08:19
Standa frammi fyrir „mjög miklum hamförum“ Íbúar Texas-ríkis Bandaríkjanna standa frammi "mjög miklum hamförum“ eftir því sem fellibylurinn Harvey fikrar sig nær ströndum ríkisins. 25. ágúst 2017 19:31
Einn látinn af völdum fellibylsins Harvey Í Texas munu verða "gríðarleg og lífshættuleg flóð,“ eins og segir í viðvörun Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna, nú þegar fellibylurinn Harvey heldur áfram ferð sinni inn til landsins. Harvey skall á ströndinni sem 4. stigs fellibylur, hinn stærsti til að ná meginlandi Bandaríkjanna í 13 ár. Hann hefur nú verið lækkaður niður í hitabeltisstorm. 26. ágúst 2017 21:51