Gunnar: Conor klárar Mayweather með rothöggi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2017 06:00 Gunni og Conor eru góðir félagar. vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“ MMA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður síðustu ára fer fram aðfaranótt sunnudags þegar Conor McGregor, skærasta UFC-stjarna heims, stígur úr búrinu inn í hnefaleikahringinn þar sem hann mun mæta Floyd Mayweather, einum besta boxara sögunnar. Mayweather er enn ósigraður og tók hanskana niður úr hillunni til að berjast við Írann kjaftfora. Ef Mayweather ber sigur úr býtum mun hann ljúka ferlinum á 50 sigrum í 50 bardögum. Fyrirfram mætti telja að besti hnefaleikamaður heims ætti ekki að lenda í vandræðum með mann sem hefur aldrei barist sem atvinnumaður í íþróttinni. En Gunnar Nelson, fremsti bardagakappi Íslands og æfingafélagi Conors til margra ára, segir í samtali við Fréttablaðið að hann telji möguleika síns manns góða og að bardagastíll hans henti Mayweather illa.Espar hann upp „Conor mun reyna að setja pressu á Mayweather því hann gerir sér grein fyrir að Mayweather mun ekki koma inn í bardagann og reyna að rota hann þrátt fyrir yfirlýsingar um það,“ segir Gunnar. „Mayweather mun halda sér við sitt og reyna að vinna tólf lotu bardaga með dómaraákvörðun.“ Gunnar segir að fyrstu loturnar verði áhugaverðar og að Conor muni reyna að espa Mayweather upp, sem muni svara með því að reyna að láta Írann slá vindhögg –þreyta hann og hægja á honum. „En Conor er góður í að slá menn þegar þeir eiga síst von á því. Hann mun líka reyna að espa hann upp til að fá hann til að sækja. Þá getur Conor bakkað og svarað með þessari vinstri sleggju sem hann er alþekktur fyrir.“Getur klárað heilan bardaga Gunnar bendir á að Conor búi yfir ýmislegu í vopnabúri sínu sem muni henta Mayweather illa. Svo sem yfirhandarhöggi sem hefur verið áður notað gegn Bandaríkjamanninum með góðum árangri. En ef Mayweather tekst að verjast því, mun hann hafa úthald og þol til að endast í tólf lotu bardaga og vinna á stigum? „Já, það tel ég. Conor hefur aldrei verið í betra formi og á að baki 50-60 bardaga sem áhugamaður í hnefaleikum. Sem MMA-maður er hann alltaf betri standandi og er með skrokkinn í það. Ég hugsa að hann geti komið honum í vandræði snemma, unnið fyrstu loturnar og jafnvel þær síðustu líka,“ segir Gunnar. „Mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að hann klári bardagann í fyrstu lotunum og sé fyrir mér að það gæti gerst. Ég veit líka að Mayweather hefur aldrei farið gegn svona bardagamanni áður. Conor er ekki boxari þó svo að hann kunni það ótrúlega vel. Það er bara svo margt í stíl hans sem Mayweather hefur ekki séð. Hann hefur aldrei skipst á höggum við MMA-bardagamann. Það er bara öðruvísi.“Engin látalæti Óhætt er að segja að Conor McGregor njóti sín í sviðsljósinu. Hann hefur verið óhræddur við yfirlýsingar og lofar því að hann muni slá Mayweather í rot í fyrstu lotunum, fjórðu eða jafnvel annarri. En Gunnar bendir á að Conor hafi góða stjórn á tilfinningum sínum. „Hann er mjög rólegur og yfirvegaður þegar hann þarf að vera það. Svona er hann bara. Þetta eru ekki látalæti, hann er eins og hann hefur alltaf verið,“ segir Gunnar sem spáir vitaskuld sínum manni sigri. „Ég ætla að segja að hann klári Mayweather í sjöttu lotu með rothöggi.“
MMA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Sjá meira