Ekki mat læknis að Thomas hafi skerta getu til að veita högg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 15:58 Læknarnir Ragnar Jónsson (til vinstri) og Sveinn Magnússon. Vísir/Anton Brink Ragnar Jónsson, læknir sem dómkvaddur var í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, telur ekki að Thomas hafi skerta getu til að veita högg þrátt fyrir að vera með skemmd í vinstri öxl sem er afleiðing liðhlaups í öxlinni. Þetta kom fram við skýrslutöku yfir Ragnari við aðalmeðferð í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en dánarorsök hennar var drukknun. Fram hefur komið við aðalmeðferðina að miklir áverkar hafi verið á líki Birnu sem bendi til þess að hún hafi orðið fyrir ofbeldi áður en hún lést.Fylgst er með aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi.Meiddur á öxl Læknirinn sagði að við rannsóknina hefðu greinst ákveðin einkenni en þau bentu ekki til þess að geta Thomasar hafi verið takmörkuð til að gera það sem spurt var um, það er að veita högg. Verjandi Thomasar spurði Ragnar hvort einhver fyrirvari væri á því að skemmdin í öxlinni takmarki ekki getu hans. Svaraði Ragnar því neitandi. Annar dómkvaddur matsmaður, Urs Wiesbrock réttarmeinafræðingur, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í dag. Ein af spurningum sem beint var til hans sneri að því hvort að líklegt væri að sá sem veitti Birnu þá áverka sem hún hafði hefði sjálfur einhverja áverka. „Högg sem lenda í andlitinu sjálfu leiða iðulega ekki í för með sér neina áverka á höndum þar sem það er mjúkvefur. Högg á nef og munn geta hins vegar leitt til margvíslegra áverka, til dæmis yfirborðsroða í húð yfir í fleiður og stundum getur áverkinn náð dýpra niður,“ sagði Wiesbrock.Thomas Möller Olsen í dómssal í gær.Fréttablaðið/halldórKlór og rispur á húðinni Mynd af höndum Thomasar sem tekin var við læknisskoðun eftir að hann var handtekinn. Wiesbrock lýsti myndinni og sagði að á henni mætti sjá ummerki sem gætu verið að því tagi sem hann hefði áður lýst. „Bólguviðbrögð og gulbrúnleit þekja. [...] Þó er ekki hægt að fullyrða að þessi áverki hafi komið til vegna þessa atviks,“ sagði Wiesbrock. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði réttarmeinafræðinginn svo út það sem kom fram í matsgerð hans um aðra áverka á Thomasi sem hann sagði að rekja mætti til mótspyrnu brotaþola. Í kjölfarið var sýnd mynd af bringu Thomasar sem tekin var við læknisskoðun og sýndi klórför eða rispur í húð hans. „Brotaþoli getur hafa varist á ýmsa vegu en hér er um að ræða yfirborðslega húðáverka sem gætu hæglega hafa orðið til af völdum fingra eða af nöglum,“ sagði Wiesbrock.Polar Nanoq er í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkEkki hægt að fullyrða um höggáverka Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði síðan réttarmeinafræðinginn út úr og sýndi honum mynd af vinstri hönd Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni. Á höndinni voru áverkar og spurði verjandinn hvort að þeir gætu hafa komið til vegna þess að veitt hafi verið hnefahögg. „Það er mögulegt en að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða að hér sé um höggáverka að ræða.“ Wiesbrock spurði síðan um hversu margir dagar væru liðnir frá nóttinni örlagaríku þegar myndin var tekin. Voru liðnir fimm dagar. „Það er ekki við því að búast að svona húðroði sé enn til staðar fimm dgöum eftir meintan áverka. Slíkur roði gengur til baka fyrr. Því mætti ætla að þessir áverkar séu yngri,“ svaraði Wiesbrock en bætti því við að myndin væri ekki í góðum gæðum og erfitt væri að segja til um þetta með nákvæmum hætti. Sveinn Magnússon, læknir, kom einnig fyrir dóminn í dag en hann framkvæmdi læknisskoðanir á Thomasi og Nikolaj eftir að þeir höfðu verið handteknir um borð í Polar Nanoq og voru komnir til landsins.Nikolaj Olsen bar vitni í dómsal í gær. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar þar sem hann var ofurölvi.Vísir/Anton BrinkNikolaj hressari við skoðun Sækjandi bað hann um að leggja mat á áverka sem fundust á búk Thomasar og hversu gamlir þeir væru. Mat hann þá sem tveggja til sex daga gamla. Þá var hann beðinn um að leggja mat á tilurð þeirra og sagði honum að sér fyndist sem um væri að ræða klór. Sveinn var svo beðinn um að segja frá ástandi Thomasar við skoðunina. „Það var sveiflukennt. Þegar ég gekk til hliðar þá heyrði ég hann snökta og gráta en svo herti hann sig þegar ég kom að. Það var þó ekkert við ástandið að athuga þannig til að gæti unnið mína vinnu.“ Aðspurður um áverka á Nikolaj sagði hann hann hafa verið með lítilsháttar hrufl á annarri kinninni, pínulítið að sögn læknisins. Þá var hann líka með smá rof í húð á kjúku handarinnar sem var gróandi. Mat Sveinn það sem svo að áverkar Nikolaj hafi verið fjögurra til sex daga gamlir. Sveinn var síðan spurður um ástandið á Nikolaj við skoðunina. „Hann var allur annar og tók þessu léttar [en Thomas]. Atburðarásin sem ég kom að um nóttina virtist ekki koma honum við. Hann var ekki þungur líkt og hinn heldur glaðlegur og breyttist ekkert þessa stund sem ég var með honum,“ sagði Sveinn. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Ragnar Jónsson, læknir sem dómkvaddur var í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, telur ekki að Thomas hafi skerta getu til að veita högg þrátt fyrir að vera með skemmd í vinstri öxl sem er afleiðing liðhlaups í öxlinni. Þetta kom fram við skýrslutöku yfir Ragnari við aðalmeðferð í Birnumálinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en dánarorsök hennar var drukknun. Fram hefur komið við aðalmeðferðina að miklir áverkar hafi verið á líki Birnu sem bendi til þess að hún hafi orðið fyrir ofbeldi áður en hún lést.Fylgst er með aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi.Meiddur á öxl Læknirinn sagði að við rannsóknina hefðu greinst ákveðin einkenni en þau bentu ekki til þess að geta Thomasar hafi verið takmörkuð til að gera það sem spurt var um, það er að veita högg. Verjandi Thomasar spurði Ragnar hvort einhver fyrirvari væri á því að skemmdin í öxlinni takmarki ekki getu hans. Svaraði Ragnar því neitandi. Annar dómkvaddur matsmaður, Urs Wiesbrock réttarmeinafræðingur, gaf einnig skýrslu fyrir dómi í dag. Ein af spurningum sem beint var til hans sneri að því hvort að líklegt væri að sá sem veitti Birnu þá áverka sem hún hafði hefði sjálfur einhverja áverka. „Högg sem lenda í andlitinu sjálfu leiða iðulega ekki í för með sér neina áverka á höndum þar sem það er mjúkvefur. Högg á nef og munn geta hins vegar leitt til margvíslegra áverka, til dæmis yfirborðsroða í húð yfir í fleiður og stundum getur áverkinn náð dýpra niður,“ sagði Wiesbrock.Thomas Möller Olsen í dómssal í gær.Fréttablaðið/halldórKlór og rispur á húðinni Mynd af höndum Thomasar sem tekin var við læknisskoðun eftir að hann var handtekinn. Wiesbrock lýsti myndinni og sagði að á henni mætti sjá ummerki sem gætu verið að því tagi sem hann hefði áður lýst. „Bólguviðbrögð og gulbrúnleit þekja. [...] Þó er ekki hægt að fullyrða að þessi áverki hafi komið til vegna þessa atviks,“ sagði Wiesbrock. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði réttarmeinafræðinginn svo út það sem kom fram í matsgerð hans um aðra áverka á Thomasi sem hann sagði að rekja mætti til mótspyrnu brotaþola. Í kjölfarið var sýnd mynd af bringu Thomasar sem tekin var við læknisskoðun og sýndi klórför eða rispur í húð hans. „Brotaþoli getur hafa varist á ýmsa vegu en hér er um að ræða yfirborðslega húðáverka sem gætu hæglega hafa orðið til af völdum fingra eða af nöglum,“ sagði Wiesbrock.Polar Nanoq er í Hafnarfjarðarhöfn.Vísir/Anton BrinkEkki hægt að fullyrða um höggáverka Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, spurði síðan réttarmeinafræðinginn út úr og sýndi honum mynd af vinstri hönd Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni. Á höndinni voru áverkar og spurði verjandinn hvort að þeir gætu hafa komið til vegna þess að veitt hafi verið hnefahögg. „Það er mögulegt en að sjálfsögðu er ekki hægt að fullyrða að hér sé um höggáverka að ræða.“ Wiesbrock spurði síðan um hversu margir dagar væru liðnir frá nóttinni örlagaríku þegar myndin var tekin. Voru liðnir fimm dagar. „Það er ekki við því að búast að svona húðroði sé enn til staðar fimm dgöum eftir meintan áverka. Slíkur roði gengur til baka fyrr. Því mætti ætla að þessir áverkar séu yngri,“ svaraði Wiesbrock en bætti því við að myndin væri ekki í góðum gæðum og erfitt væri að segja til um þetta með nákvæmum hætti. Sveinn Magnússon, læknir, kom einnig fyrir dóminn í dag en hann framkvæmdi læknisskoðanir á Thomasi og Nikolaj eftir að þeir höfðu verið handteknir um borð í Polar Nanoq og voru komnir til landsins.Nikolaj Olsen bar vitni í dómsal í gær. Hann man lítið eftir atburðum næturinnar þar sem hann var ofurölvi.Vísir/Anton BrinkNikolaj hressari við skoðun Sækjandi bað hann um að leggja mat á áverka sem fundust á búk Thomasar og hversu gamlir þeir væru. Mat hann þá sem tveggja til sex daga gamla. Þá var hann beðinn um að leggja mat á tilurð þeirra og sagði honum að sér fyndist sem um væri að ræða klór. Sveinn var svo beðinn um að segja frá ástandi Thomasar við skoðunina. „Það var sveiflukennt. Þegar ég gekk til hliðar þá heyrði ég hann snökta og gráta en svo herti hann sig þegar ég kom að. Það var þó ekkert við ástandið að athuga þannig til að gæti unnið mína vinnu.“ Aðspurður um áverka á Nikolaj sagði hann hann hafa verið með lítilsháttar hrufl á annarri kinninni, pínulítið að sögn læknisins. Þá var hann líka með smá rof í húð á kjúku handarinnar sem var gróandi. Mat Sveinn það sem svo að áverkar Nikolaj hafi verið fjögurra til sex daga gamlir. Sveinn var síðan spurður um ástandið á Nikolaj við skoðunina. „Hann var allur annar og tók þessu léttar [en Thomas]. Atburðarásin sem ég kom að um nóttina virtist ekki koma honum við. Hann var ekki þungur líkt og hinn heldur glaðlegur og breyttist ekkert þessa stund sem ég var með honum,“ sagði Sveinn.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira