Fólk safnaðist saman víðsvegar um Bandaríkin til að berja almyrkvann augum í gær. Þetta var enda í fyrsta skipti í tæpa öld sem almyrkvi gekk þvert yfir Bandaríkin.
Geimfararnir sex sem eru um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu sáu ekki tunglið ganga fyrir sólina en þeir gátu hins vegar notið þess að fylgjast með skugga þess þvera Bandaríkin.
Myndir af skugganum birtu þeir á samfélagsmiðlum í nafni Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Almyrkvinn gekk þvert yfir Bandaríkin frá Oregon-ríki á vesturströndinni til Suður-Karólínu á austurströndinni þar sem honum lauk um níutíu mínútum eftir að hann hófst, að því er segir á Stjörnufræðivefnum.
Millions of people saw #Eclipse2017 but only six people saw the umbra, or the moon's shadow, over the United States from space today. pic.twitter.com/hMgMC5MgRh
— Intl. Space Station (@Space_Station) August 21, 2017