Icelandair endurskoðar umdeilda skilmála eftir kvartanir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Stjórnendur Icelandair skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins. Samkvæmt skilmálum Icelandair hefur svokölluð „no show“ regla þau áhrif að farþegi sem hefur bókað og greitt báðar leiðir, en missir af fyrra fluginu, þarf ekki einungis að bóka nýtt flug í stað þess sem hann missti af, heldur einnig að bóka og borga fyrir bakaleiðina öðru sinni. Neytendasamtökin hafa sent íslenskum flugfélögum fyrirspurnir um skilmálana.Brynhildur Pétursdóttir.„WOW air segjast ekki vera með svona skilmála en svörin frá Icelandair voru mjög óskýr og eiginlega bara ófullnægjandi,” segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum, og bætir við: „Ég sé ekki annað en þetta flokkist undir ósanngjarna samningsskilmála. Flugfélagið hefur fengið greitt fyrir þjónustuna og því ekki orðið fyrir neinu tjóni. Þetta finnst okkur út í hött.” Skilmálar þessir, sem tíðkast hjá fleiri alþjóðlegum flugfélögum, hafa verið til skoðunar hjá Evrópusambandinu með áformum um breytingar í þágu neytendaverndar. „Við erum að endurskoða þessa skilmála,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, þegar Fréttablaðið óskaði skýringa á þessum skilmálum og hann bætti við að fleiri alþjóðleg flugfélög hefðu skilmálana einnig til endurskoðunar. „Það er flókið vegna margháttaðs tæknisamstarfs okkar og annarra flugfélaga og ferðaskrifstofa um flugskilmála. Á meðan hvetjum við þá farþega sem keypt hafa tveggja leggja flugferð og geta af gildum ástæðum ekki nýtt fyrri legginn til þess að hafa samband við þjónustuver, og þar verða einstök mál leyst með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira