Engin skólaúrræði fyrir sextán ára einhverfan dreng Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2017 20:15 Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Engin úrræði eru til fyrir sextán ára gamlan einhverfan dreng sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor en honum, og fleirum í svipaðri stöðu, var hafnað um skólavist í framhaldsskóla í vetur þar sem ekki er pláss fyrir hann vegna mikillar aðsóknar. Systir drengsins segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Óskar Gíslason er sextán ára. Hann býr á heimili fyrir börn við Þingvað en hann er með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. Í vor útskrifaðist hann úr tíunda bekk Klettaskóla.Engin úrræði til staðar Við Fjölbrautaskólinn í Ármúla er starfrækt sérdeild fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Óskar fékk svör frá skólanum í lok júní um að ekki væri pláss fyrir hann við nám í skólanum vegna ásóknar og engin úrræði eru til sem geta tekið við. „Eftir því sem ég best veit fær hann hvergi inn í framhaldsskóla þrátt fyrir að starfræktir séu nokkrir skólar á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á námsúrræði sem henta honum. Það sem að okkur hefur verið sagt og mér skilst að sé í vinnslu hjá menntamálaráðuneytinu, er að útbúa á úrræði á vegum Áss styrktarfélags fyrir hann og önnur börn,“ segir Bergljót Gyða. „Það er náttúrulega ekki framhaldsskóli. Þá eru þau ekki nemendur í framhaldsskóla, þau eru ekki innrituð í skóla, þetta er eitthvað sérsniðið úrræði og við erum ekki sátt við það.“ Samkvæmt þeim upplýsingum sem Bergljót Gyða hefur fengið á annar hópur forgang í skólann fram yfir Óskar og aðra í svipaðri stöðu.Klár mismunun „Engu að síður er þetta klár mismunun og brot á lögum þar sem hann á rétt á skólavist í framhaldsskóla alveg eins og allir aðrir á hans aldri.“ Bergljót Gyða segir óvissuna ekki hafa góð áhrif á Óskar því óvíst er hvenær úrræði Menntamálaráðuneytisins kemst í gagnið. „Á meðan er verið að reyna að leysa einn dag í einu og það er að okkar mati algerlega óviðugandi. Hann á rétt á að vera í framhaldsskóla eins og öll önnur börn á hans aldri samkvæmt lögum. Ef við ætlum að fjalla um skóla fyrir alla og skóla án aðgreiningar þá er það augljóslega hið eina rétta í stöðunni. Við myndum aldrei sætta okkur við svona stjórnsýslu eða vinnulag gagnvart ófötluðum nemanda. Það má líkja þessu við það að ef ófatlaður nemandi sækir um og fær svarið: Nei því miður. Þú kemst ekki inn en þú getur farið út á bókasafn og sest þar niður með blað og blýant.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira